Stálborg rífur stúku og stæði í Laugardal

Valbjarnarvöllur í Laugardal.
Valbjarnarvöllur í Laugardal. mbl.is/RAX

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að ganga að tilboði Stálborgar ehf. um rif á stúku og stæðum Valbjarnarvallar í Laugardal ásamt förgun og landmótun.

Alls bárust sjö tilboð í verkið og átti Stálborg lægsta tilboðið, tæpar 37 milljónir. Var það 69% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 53,5 milljónir. Stefnt er að því að hefja verkið fljótlega.

Valbjarnarvöllur var tekinn í notkun árið 1978. Mannvirki vallarins voru í niðurníðslu og hafa verið dæmd ónýt, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert