Rafmagnsvagnar og hleðslustöðvar kosta 920 milljónir

Fyrstu vagnarnir eru nú þegar komnir til hafnar í Þorlákshöfn.
Fyrstu vagnarnir eru nú þegar komnir til hafnar í Þorlákshöfn.

Kostnaður við kaup Strætó á fjórtán rafmagnsstrætisvögnum sem væntanlegir eru á næstu mánuðum verður um 850 milljónir kr. Er þetta 350 milljónum króna lægri fjárhæð en fram kom í svari Strætó sem lagt var fram í borgarráði á fimmtudag.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins spurðust fyrir um kostnað Strætó vegna rafmagnsstrætisvagnanna. Fram kom í svari Strætó að heildarfjárfesting vegna vagnanna væri 1.202 milljónir króna, með virðisaukaskatti.

Þegar Morgunblaðið spurðist nánar fyrir kom í ljós að þessar upplýsingar voru rangar, samkvæmt upplýsingum Jóhannesar Svavars Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó, og leiðréttingu komið á framfæri við Reykjavíkurborg, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert