Ferðir spóa kortlagðar með GPS

Hér má sjá ferðir spóanna á og í kring um ...
Hér má sjá ferðir spóanna á og í kring um varpsvæðið á Þveráraurum. José Alves

„Þetta eru fyrstu frumniðurstöður og þær sýna að þessir fuglar eru að nota miklu stærri svæði en við höfum haldið,“ segir Tómas Grétar Gunnarsson vistfræðingur í samtali við mbl.is. Hann deildi fyrir skömmu mynd í Facebook-hópnum Fuglafréttir úr Rangárvallasýslu sem sýnir ferðir spóa, sem merktir voru með GPS sendum, á varptíma. 

Um er að ræða fyrstu niðurstöður úr rannsókn Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi. „Hún er rétt að byrja, niðurstöðurnar hafa ekki verið birtar og eru ekki búnar að fara í gegn um ritrýni eða neitt slíkt.“

Um 20 spóar voru merktir með GPS sendum, en á myndinni er hver litur einn fugl og þeir litir sem líkir eru, svo sem gulur og appelsínugulur, tákna pör. Línurnar sem sjást á myndinni sýna margar um 15 km ferðalög. „Spóarnir eru þannig gerðir að þeir vilja vera tilbúnir eins fljótt og hægt er til að geta flogið aftur til Afríku. Þegar tilhugalífið er búið og hreiðrið er komið þá er sá fugl sem er ekki á vakt farinn að kíkja svona aðeins í burtu til að fita sig. Þeir geta þetta á meðan hinn er á hreiðri, svo þegar ungarnir koma þá virðast þeir vera aðeins meira bundnir báðir við að passa ungana. En þeir nota þennan sveigjanleika til að kíkja á aðra staði.“

Niðurstöðurnar hafi heilmikla þýðingu fyrir náttúruvernd

Tómas segir þessar fyrstu niðurstöður og væntanlegar niðurstöður hafa heilmikla þýðingu fyrir náttúruvernd. „Þú ferð eitthvert og telur fugla og heldur að þeir eigi heima þar en þeir eru að nota einhverja mósaík af landi saman. Í þessu tilfelli eru þeir að verpa þarna niðri á Þveráraurum en nota önnur svæði, sennilega í fæðuleit.“

Tuttugu spóar voru merktir með GPS sendum.
Tuttugu spóar voru merktir með GPS sendum. Ljósmynd/Ómar Óskarsson

„Staðir þar sem við kannski sjáum ekki mikið af fuglum í varpi geta veri mjög mikilvægir fyrir þá. Í þessu tilfelli þá sjáum við að þeir leita í holt og mýrar og á búsvæði sem er verið að taka t.d. undir skógrækt. Skógrækt er góð fyrir marga fugla en ekki fyrir spóa og skylda fugla sem verpa á jörðinni og kjósa opið land. Til þess að vernda svona fugla þurfum við að skilja hvernig þeir nota mósaíkina sem er í boði í landslaginu,“ segir Tómas.

Komi fuglarnir aftur og séu GPS merkin í lagi þá geta Tómas og félagar séð hvar í Afríku þeir hafa verið og hvernig þeir hafa hagað sér. „Þeir eru ekki með gervihnattabúnað heldur er hann aðeins léttari, en merkin senda í móttökustöð sem við erum með, lítið tæki sem er á stærð við ferðaútvarp. Við getum sett það á staur og þegar fuglinn kemur í nokkurra hundruð metra fjarlægð frá tækinu þá sendir hann inn upplýsingarnar. Við vonumst til þess að þeir komi sem flestir aftur og hlaði niður alveg gommu af áhugaverðum upplýsingum.“

Hér má sjá færslu Tómasar í heild sinni.

Spóinn verpir á jörðinni og kýs helst opið land.
Spóinn verpir á jörðinni og kýs helst opið land. Ljósmynd/Borgný Katrínardóttir
mbl.is

Innlent »

Tafir á umferð vegna sjúkraflutninga

08:54 Tafir eru á umferð inn til Reykjavíkur og að Landspítalanum vegna sjúkraflutnings af landsbyggðinni.   Meira »

Hálka í Borgarfirði

08:52 Á Vesturlandi eru hálkublettir nokkuð víða eins og til dæmis á Þjóðvegi 1 frá Borgarnesi í Baulu, á Mýrum, Bröttubrekku og við Hvanneyri. Meira »

Afar dræm kosningaþátttaka 20-24 ára

08:39 Kosningaþátttaka var heldur meiri í sveitarstjórnarkosningunum í vor heldur en 2014 en kjörsóknin var mest í Árneshreppi en minnst í Reykjanesbæ. Aðeins 48% fólks á aldrinum 20-24 ára nýtti sér kosningaréttinn. Meira »

Sér ýmislegt jákvætt við frumvarpið

08:38 Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir ýmsa jákvæða þætti í frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ti laga um veiðigjald, sem lagt var fram í gær. Meira »

Hálkublettir á Mýrum

08:25 Hálkublettir eru á Mýrum og Bröttubrekku, eins eru hálkublettir í Mývatnssveit, Mývatns- og Möðrudalsöræfum, á Dettifossvegi, Fjarðarheiði og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Kringlan leiðandi í stafrænni verslun

08:18 „Kringlan ætlar að verða leiðandi í stafrænni verslun. Næstu tólf mánuði munum við kynna til sögunnar þætti sem lúta að stafrænni þjónustu hér í húsinu og eins á netinu,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. „Takmarkið er að fólk geti verið með Kringluna á netinu og skoðað vöruúrvalið sem boðið er upp á í húsinu.“ Meira »

Misvísandi umfjöllun um spillingu

07:57 Samtök atvinnulífsins (SA) telja æskilegt að umfjöllun um spillingu í skýrslu starfshóps um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu verði endurskoðuð. Samtökin telja umfjöllunina vera misvísandi og einungis byggða á fræðilegri umfjöllun að takmörkuðu leyti. Meira »

#metoo áfram á dagskrá hjá Alþingi

07:37 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að vilji sé fyrir hendi á Alþingi til að halda áfram því starfi sem hófst í upphafi ársins, þar sem kannað verði hvernig þingheimur getur viðhaldið því átaki sem hófst í kjölfar umræðna um #metoo-byltinguna síðasta vetur, m.a. á Alþingi. Meira »

Éljagangur á heiðum

07:02 Veðrið er víða óspennandi á landinu og segir í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands að að spáð sé éljum til fjalla vestan- og norðanlands. Þetta getur haft áhrif á akstursskilyrði á heiðum. Meira »

„Það er alltaf von, alltaf“

06:20 Tengsl geðrask­ana og sjálfs­víga eru vel þekkt en marg­ar geðrask­an­ir eru áhættuþætt­ir fyr­ir sjálfs­vígs­hegðun. Hið sama á við um sjálfsskaða og geðrask­an­ir. Að sögn Ingu Wessman sálfræðings er nauðsynlegt að starfsfólk á bráðamóttökum kunni að aðstoða fólk í sjálfsvígshættu. „Þetta fólk þarf aðstoð og aðstoðin á að vera til staðar því það er alltaf von, alltaf.“ Meira »

Tjónvaldur undir áhrifum vímuefna

05:44 Ung kona gistir fangageymslur lögreglunnar eftir að hafa valdið umferðaróhappi í Breiðholti á níunda tímanum í gærkvöldi. Reyndist hún vera undir áhrifum fíkniefna ásamt því að hafa aldrei fengið ökuréttindi. Meira »

Ekki náðist að fella 64 hreindýr

05:30 Ekki tókst að fella 64 hreindýr af þeim kvóta sem gefinn var út fyrir nýafstaðið veiðitímabil. Alls voru felld 1.346 hreindýr á tímabilinu. Heildarkvótinn á þessu ári er 1.450 dýr, þar af á að fella 40 hreinkýr í nóvember á svæði 8. Meira »

Upptökur leyfðar við dómsuppkvaðningu

05:30 Hæstiréttur ætlar að leyfa upptökur í hljóði og mynd þegar dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, en almennt eru slíkar upptökur ekki leyfðar þegar þinghald fer fram. Meira »

Leggja til sameiningu prestakalla

05:30 Áform eru uppi um sameiningu prestakalla á sjö stöðum á landinu á næsta ári en yfirstjórn kirkjunnar hefur sent tillögur um sameiningu til sóknarnefnda og fleiri til umsagnar. Málið verður svo til umfjöllunar á kirkjuþingi í nóvember. Meira »

Mýrdælingar vilja fá jarðgöng

05:30 Haldnir hafa verið tveir fundir í Vík í Mýrdal með hagsmunaaðilum þar sem gerð jarðganga í gegnum Reynisfjall og gerð láglendisvegar hefur verið reifuð. M.a. hefur verið sagt frá reynslunni af rekstri Hvalfjarðarganga. Meira »

Stígur frá Hrafnagili til Akureyrar

05:30 Lagningu rúmlega sjö kílómetra göngu- og hjólastígs frá Hrafnagilshverfinu í Eyjafirði til Akureyrar er að ljúka. Þótt eftir sé að malbika síðasta spottann er hjólafólk farið að nota stíginn. Meira »

Pöntunarkerfi í stað verslunar

05:30 Pöntunarkerfi eða póstverslun í einhverri mynd eru þeir kostir helstir sem verið er að skoða í Árneshreppi á Ströndum. Verið er að loka versluninni sem þar hefur verið lengi og er ólíklegt að verslun verði rekin í Norðurfirði í vetur. Meira »

Fyrrverandi ráðherra furðar sig á afdrifum skýrslunnar

05:30 „Ég fékk þessa skýrslu um það leyti sem starfsstjórnin tók til starfa. Í henni komu fram margar ágætar ábendingar um umhverfi og rekstur Samgöngustofu sem ég ætlaði að láta halda áfram vinnu með. Það náðist að koma einhverju af stað, eins og rafrænum skráningum bíla en annað þurfti að kafa dýpra í.“ Meira »

Lágmarkslaun 375 þúsund

05:30 Stéttarfélagið Framsýn á Húsavík krefst þess í komandi kjaraviðræðum við atvinnurekendur að lágmarkslaun verði 375.000 kr. á mánuði fyrir fullt starf. Meira »