Bað fórnarlömbin afsökunar

Marta Guðjónsdóttir.
Marta Guðjónsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bað fyrir hönd flokksins fórnarlömb afsökunar og aðstandendur þeirra sem hafa átt um sárt að binda vegna mistaka starfsmanns Reykjavíkurbogar sem leiddu til þess að tilkynning um kynferðisbrot barst ekki til stjórnenda.

„Það eru æðstu stjórnendur, borgarstjóri og borgarstjórn sem eiga að axla ábyrgð í þessu máli. Þess vegna viljum við, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, biðja fórnarlömb og aðstandendur þeirra opinberlega afsökunar fyrir hönd Reykjavíkurborgar,“ sagði Marta á borgarstjórnarfundi.

„Það verður að teljast einkennilegt að ábyrgðinni skuli hafa verið varpað á almenna starfsmenn og skuldinni skellt á þá, þetta er eins og að hengja bakara fyrir smið,“ sagði hún í ræðunni.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kom upp eftir ræðu Mörtu og tók undir orð hennar varðandi afsökunarbeiðnina.

„Það verður að teljast einkennilegt að borgarstjóri hafi ekki átt frumkvæði að því að biðja fórnarlömb og aðstandendur afsökunar,“ segir Marta í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert