Danskir læknar styðja umskurðarfrumvarp

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Yfir eitt þúsund danskir læknar hafa sent nefndarsviði Alþingis bréf með undirskriftum þar sem umskurðarfrumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, fær stuðning.

„Við sem læknar í Danmörku styðjum íslenska frumvarpið þar sem lagt er til að 18 ára lágmarksaldur verði fyrir umskurð án læknisfræðilegra ástæðna,“ segir í umsögninni.

„Umskurður, rétt eins og aðrar skurðaðgerðir, veldur sársauka, óþægindum og hættu á vandamálum fyrir sjúklinginn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina