DNA úr beinunum á leið til Svíþjóðar

Upphaf málsins má rekja til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa …
Upphaf málsins má rekja til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í síðasta mánuði. Báturinn lagði út veiðarfæri á töluverðu dýpi, en þegar dregið var inn reyndust líkamsleifar fylgja með í veiðarfærunum. mbl.is/RAX

„Við fáum beiðni um að greina þetta þá eru tekin úr þessu DNA sýni til rannsóknar. Þau eru send út til Svíþjóðar og það tekur yfirleitt þrjár vikur að fá niðurstöður,“ segir Jónbjörn Bogason hjá kennslanefnd Ríkislögreglustjóra, sem hefur til rannsóknar líkamsleifarnar sem fundust á botni Faxaflóa í síðasta mánuði.

Líkamsleifarnar sem um ræðir eru bein og Jónbjörn segir slíkan beinafund ekki mjög algengan.

Þegar niðurstöðurnar koma frá Svíþjóð eru þær bornar saman við upplýsingar sem til eru um horfna menn. Jónbjörn segir þó einungis til DNA upplýsingar fyrir nýleg mál og því sé raunar ekki víst að samsvörun finnist.

Hann telur mögulegt að um sé að ræða líkamsleifar sjómanns sem farist hefur í sjóslysi, enda hafi margir sjómenn farist á svæðinu í gegn um tíðina.

Þrjár vikur getur tekið að fá niðurstöður frá Svíþjóð.
Þrjár vikur getur tekið að fá niðurstöður frá Svíþjóð. Kort/Map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert