Efla fræðslu um Addison

Hermann Arnar Austmar er talsmaður íslensku samtakanna sem voru stofnuð …
Hermann Arnar Austmar er talsmaður íslensku samtakanna sem voru stofnuð fyrir skömmu. mbl.is/Hari

Stofnfundur Addison-samtakanna á Íslandi var haldinn fyrir skömmu. Tilgangur þeirra er að halda utan um þá sem greinast með Addison-sjúkdóminn og aðra sem þurfa að taka inn lyfið hýdrókortisón vegna streitu, auk aðstandenda þeirra.

Markmiðið er jafnframt að efla almenna fræðslu og vitund um sjúkdóminn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Hermann Arnar Austmar talsmaður samtakanna segir að samkvæmt upplýsingum félagsmanna séu liðlega 50 manns með Addison-sjúkdóminn hérlendis, þar af 21 greindur með nýrnahettubilun og 31 með aðra sjúkdóma. Á Facebook eru 22 í hópi sem nefnist Lífið með Addison. „Við þurfum að taka inn hýdrókortisón í töfluformi til þess að lifa af,“ segir hann og bendir á að a.m.k. fimm sjúkdómar valdi því að fólk sé háð inntöku hýdrókortisón, t.d. vegna bilaðs heiladinguls eða bilaðra nýrnahettna, en kortisól er sterahormón sem myndast í nýrnahettunum undir eðlilegum kringumstæðum.

Sjá viðtal við Hermann Arnar í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert