Gagnagrunnurinn geri deilur óþarfar

Eiríkur Hreinn Helgason, Runólfur Ólafsson, Steinþór Jónsson og Ólafur Guðmundsson ...
Eiríkur Hreinn Helgason, Runólfur Ólafsson, Steinþór Jónsson og Ólafur Guðmundsson hafa unnið að þessu verkefni lengi. Ljósmynd/Aðsend

Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu sagði það hafa verið mjög áhugavert að sjá uppskeru margra ára strits er virkni gagnagrunns EuroRAP um íslenska þjóðvegakerfið var kynnt á fundi Félags íslenskra bifreiðaeigenda í Hörpu í morgun. Hann þakkaði FÍB fyrir að hafa skapað þetta opna samtal um samgönguöryggi, sem væri öllum mjög hagfellt.

FÍB vann að kortlagningu vegakerfisins frá 2012 til 2017, en gagnagrunnurinn er nú opinn öllum. Kom það fram í máli James Bradford, umferðarverkfræðings og þróunarstjóra EuroRAP að Ísland væri fyrsta landið til þess að kortleggja nær allt vegakerfi sitt með þessum hætti.

„Það er hægt að fara inn á vefinn og skrá sig sem notanda og skoða hvað Ísland er að bjóða upp á í heild. Svo getur þú borið vegi í þinni heimabyggð saman við vegi annarsstaðar og metið hvernig umhverfi þitt er gagnvart öryggi og síðan gert kröfur til stjórnmálamanna um hvað þarf að gera og af hverju þarf að gera það,“ segir Steinþór Jónsson, formaður FÍB.

Hann segir stjórnmálamenn jafnframt geta notað gagnagrunninn til að sýna fram á að verið sé að nota framkvæmdafé til gatnagerðar á hagkvæman máta. Almenningur hafi sömuleiðis gott tæki til að geta sýnt fram á það með rökum hvaða vegaframkvæmdir eigi að ráðast í.

„Það ætti í rauninni ekki að vera ágreiningur um það hvaða framkvæmd ætti að fara fyrst í í dag á Íslandi. Þetta er ekki lengur kjördæmapot, þetta er spurningin um heildarhagsmuni Íslendinga,“ segir Steinþór, sem var einn þeirra sem börðust hart fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar.

Vegir sunnanlands skora að jafnaði hærra en vegir fyrir vestan, ...
Vegir sunnanlands skora að jafnaði hærra en vegir fyrir vestan, norðan og austan. Kort/Gagnagrunnur EuroRAP

Hann segir það verkefni sýna hversu miklu máli fjárfestingar í umferðaröryggi geti skipt. „Við skulum átta okkur á því að það hefur ekki orðið banaslys á tvöfaldri Reykjanesbraut í fjórtán ár. Það er bara mjög stórt og kannski langbesta dæmið um hvað framkvæmdir geta skilað til baka í bættu öryggi,“ segir Steinþór.

Íslenskir vegir koma illa út úr stjörnugjöf öryggismatsins, en rúm 40% vegakerfisins fá einungis eina stjörnu og einungis fjórðungur nær þremur stjörnum, en sú einkunn þykir ásættanleg. Reynsla systursamtaka EuroRAP í Ástralíu, AusRAP, er að fyrir hverja auka stjörnu samkvæmt öryggismatinu, lækkar kostnaður vegna alvarlegra slysa að jafnaði um helming miðað við ekna vegalengd, eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Kostnaður vegna slysa á hverja 1000 ekna kílómetra helmingast í ...
Kostnaður vegna slysa á hverja 1000 ekna kílómetra helmingast í Ástralíu við hverja auka stjörnu. Graf/AusRAP

Gæti líka nýst við að meta framkvæmdir í borginni

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins sótti fundinn og spurði James Bradford að því hvort hægt væri að nota þetta sama kerfi til þess að meta kostnað við að bæta umferðaröryggi á borgarsvæðum, þar sem flest hættulegustu gatnamót landsins væru.

Hljómaði hann áhugasamur um að Reykjavíkurborg myndi nýta sér búnaðinn, en einungis nokkrar af helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins eru inni í gagnagrunninum sem kynntur var í dag.

Svar breska sérfræðingsins var á þá leið að hægt væri að nota tólin til að meta kostnað og hagkvæmni framkvæmda á borgarsvæðum, en áhugavert væri að oftast væru þær framkvæmdir sem hagkvæmt væri að fara í innan borga mannvirki fyrir gangandi vegfarendur, fremur en uppfærslur á gatnamótum fyrir akandi.

„Það eru venjulega þeir sem eru í hættu á borgarsvæðum, svo það væru hlutir eins og að gera mun betri gangbrautir og setja gangstéttir þar sem það er hægt,“ sagði Bradford og bætti því við að oft væri hámarkshraði ökutækja lækkaður samfara þessum aðgerðum.

Hér að neðan má horfa á kynninguna á gagnagrunninum í heild sinni.

mbl.is

Innlent »

Greint frá komu Kjærsgaard í apríl

11:30 „Pia Kjærsgaard mun flytja sérstakt ávarp á Þingvallafundi og kveðju dönsku þjóðarinnar á fullveldisári Íslands.“ Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Alþingis frá 20. apríl en daginn áður funduðu Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Kjærsgaard. Meira »

Fundur ríkis og ljósmæðra hafinn

10:50 Samningafundur ljósmæðra og ríkisins hófst klukkan 10:30 í húsnæði ríkissáttasemjara. Báðar samninganefndir gáfu það út fyrir fundinn að þær hefðu ekki lagt fram nýjar tillögur og því er óljóst hvaða umræður standa þar yfir. Meira »

Nýja kerfið „hefði getað gengið betur“

10:32 Forsvarsmenn tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segja nýtt fyrirkomulag snertilausra armbanda, sem tónleikagestir millifærðu inn á og borguðu með á hátíðinni, hafa mátt ganga betur. Tónleikagestir fengu 14 daga frest eftir að hátíðinni lauk til að fá greiddan út afgang þess sem þeir lögðu inn. Meira »

Landsréttur hafnar beiðni um matsmenn

10:30 Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóm­s Reykja­vík­ur, sem hafnað í vor beiðni Valitors um dóm­kvaðningu tveggja mats­manna í máli fyr­ir­tækj­anna Datacell og Suns­hine Press Producti­ons (SPP), sem er íslenskt dótturfyrirtæki Wikileaks, gegn Valitor. Meira »

Minni en meðalumferð um helgar

10:21 „Umferð um Þingvallaveg reyndist rétt yfir meðaltali, á hátíðarfundi Alþingis. Um 273 bílum meira fór um heiðina.“ Þetta kemur fram á Twitter-síðu Vegagerðarinnar en umferð um Mosfellsheiði í gær var minni en meðalumferð um helgar í júní og júlí. Meira »

Andlát: Áslaug Ragnars

09:43 Áslaug Ragnars, blaðamaður og rithöfundur, lést í gærmorgun eftir erfið veikindi, 75 ára að aldri. Áslaug fæddist í Reykjavík 23. apríl 1943. Hún var elst fimm systkina, góðum gáfum gædd og listhneigð. Meira »

20 vilja stýra Grindavíkurbæ

09:25 Alls bárust tuttugu umsóknir um stöðu bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, en umsóknarfrestur um starfið var til 11. júlí.   Meira »

Pia hæstánægð með Íslandsför

09:09 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segir mikinn heiður að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í hátíðarþingfundinum á Þingvöllum í gær. Þetta kemur fram í færslu sem hún birtir á Facebook. Meira »

Skrifstofur Landspítala mögulega í Skaftahlíð

09:00 Ríkiskaup fyrir hönd ríkissjóðs auglýstu í júní síðastliðnum eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu fyrir skrifstofur Landspítalans. Eitt tilboð barst og var það frá fasteignafélaginu Reitum. Meira »

Flogið norður með tvær óléttar

08:55 Nóttin gekk ágætlega á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri, að sögn Eddu Guðrúnar Kristjánsdóttur ljósmóður. Tvær ljósmæður eru jafnan á næturvakt á Sjúkrahúsinu á Akureyri og svo var einnig í nótt. Tvær óléttar konur hafa verið sendar með flugi norður af Landspítalanum í Reykjavík vegna álags þar. Meira »

Tveir sólardagar í fyrsta sinn síðan í apríl

08:15 Eftir langan rigningarkafla brá svo við að Reykvíkingar fengu tvo sólardaga í röð í byrjun vikunnar. Slíkt gerðist síðast í apríl, eða fyrir þremur mánuðum. Meira »

Fyrirliði er mikilvægur í sambandi

06:30 Áslaug Kristjáns kynfræðingur ræddi fótbolta og kynlíf í síðdeginu á K100. Líkt og í fótbolta þarf gott lið að hafa liðstjóra og fyrirliða að sögn Áslaugar, sem segir fyrirliðahlutverkið mikilvægt í sambandinu svo parið verði ekki sundurleit heild sem vinnur ekki leikinn. Meira »

Datt á palli í Ingólfsstræti

06:06 Um hálfáttaleytið í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um slys við Ingólfsstræti.  Meira »

Handteknir í Hafnarfirði

06:03 Þrír menn voru handteknir í Hafnarfirði síðdegis í gær.   Meira »

Lægð sendir okkur dótturlægð

05:56 Eftir hádegi í dag má búast við sólarglætu sunnan- og vestanlands. „Eins og við er að búast stendur góðviðrið stutt því næsta lægð er í startholunum við Labrador,“ segir veðurfræðingur. Meira »

Hefði vel getað sprungið

05:30 Fallbyssukúlan sem fannst í Mosfellsbæ laust eftir hádegi í gær kom á land í gegnum sanddæluskip og þykir ótrúlegt að hún hafi ekki sprungið einhvers staðar á leiðinni úr sjó og þangað sem hún endaði. Meira »

Metfjöldi hundrað ára og eldri

05:30 „Í júnímánuði var sett met þegar fjöldi hundrað ára og eldri á lífi fór í fyrsta sinn yfir fimmtíu. Nú eru þeir 53, 15 karlar og 38 konur.“ Þetta segir Jónas Ragnarsson í innsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Leg látinna grædd í ófrjóar konur

05:30 Íslenskur kvensjúkdómalæknir, Jón Ívar Einarsson, var hluti af teymi lækna á Indlandi sem græddu leg úr gjafa í ófrjóa konu í sjaldgæfri skurðaðgerð. Meira »

Arkitekt að eigin lífi

Í gær, 23:00 „Gríman er fallin“, sagði Svava Björk Hjaltalín arkitekt í Magasíninu þegar hún lýsti árangrinum af þeirri sjálfsvinnu sem hún hefur verið í undanfarin ár eftir ofbeldi. Á dögunum birti hún færslu þar sem hún lýsti því hvernig eitt takmark af nokkrum hefði náðst og nú væru sex mánuðir eftir. Meira »
Max
...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á lager 37 og 58 hp bátavélar frá TD Með gír og mælaborði og motorpúðum...
Vélstjóra vantar
Vélstjóra vantar á Jónínu Brynju frá Bolungarvík, vélarstærð 685 kw Nánari uppl...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...