Gagnagrunnurinn geri deilur óþarfar

Eiríkur Hreinn Helgason, Runólfur Ólafsson, Steinþór Jónsson og Ólafur Guðmundsson ...
Eiríkur Hreinn Helgason, Runólfur Ólafsson, Steinþór Jónsson og Ólafur Guðmundsson hafa unnið að þessu verkefni lengi. Ljósmynd/Aðsend

Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu sagði það hafa verið mjög áhugavert að sjá uppskeru margra ára strits er virkni gagnagrunns EuroRAP um íslenska þjóðvegakerfið var kynnt á fundi Félags íslenskra bifreiðaeigenda í Hörpu í morgun. Hann þakkaði FÍB fyrir að hafa skapað þetta opna samtal um samgönguöryggi, sem væri öllum mjög hagfellt.

FÍB vann að kortlagningu vegakerfisins frá 2012 til 2017, en gagnagrunnurinn er nú opinn öllum. Kom það fram í máli James Bradford, umferðarverkfræðings og þróunarstjóra EuroRAP að Ísland væri fyrsta landið til þess að kortleggja nær allt vegakerfi sitt með þessum hætti.

„Það er hægt að fara inn á vefinn og skrá sig sem notanda og skoða hvað Ísland er að bjóða upp á í heild. Svo getur þú borið vegi í þinni heimabyggð saman við vegi annarsstaðar og metið hvernig umhverfi þitt er gagnvart öryggi og síðan gert kröfur til stjórnmálamanna um hvað þarf að gera og af hverju þarf að gera það,“ segir Steinþór Jónsson, formaður FÍB.

Hann segir stjórnmálamenn jafnframt geta notað gagnagrunninn til að sýna fram á að verið sé að nota framkvæmdafé til gatnagerðar á hagkvæman máta. Almenningur hafi sömuleiðis gott tæki til að geta sýnt fram á það með rökum hvaða vegaframkvæmdir eigi að ráðast í.

„Það ætti í rauninni ekki að vera ágreiningur um það hvaða framkvæmd ætti að fara fyrst í í dag á Íslandi. Þetta er ekki lengur kjördæmapot, þetta er spurningin um heildarhagsmuni Íslendinga,“ segir Steinþór, sem var einn þeirra sem börðust hart fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar.

Vegir sunnanlands skora að jafnaði hærra en vegir fyrir vestan, ...
Vegir sunnanlands skora að jafnaði hærra en vegir fyrir vestan, norðan og austan. Kort/Gagnagrunnur EuroRAP

Hann segir það verkefni sýna hversu miklu máli fjárfestingar í umferðaröryggi geti skipt. „Við skulum átta okkur á því að það hefur ekki orðið banaslys á tvöfaldri Reykjanesbraut í fjórtán ár. Það er bara mjög stórt og kannski langbesta dæmið um hvað framkvæmdir geta skilað til baka í bættu öryggi,“ segir Steinþór.

Íslenskir vegir koma illa út úr stjörnugjöf öryggismatsins, en rúm 40% vegakerfisins fá einungis eina stjörnu og einungis fjórðungur nær þremur stjörnum, en sú einkunn þykir ásættanleg. Reynsla systursamtaka EuroRAP í Ástralíu, AusRAP, er að fyrir hverja auka stjörnu samkvæmt öryggismatinu, lækkar kostnaður vegna alvarlegra slysa að jafnaði um helming miðað við ekna vegalengd, eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Kostnaður vegna slysa á hverja 1000 ekna kílómetra helmingast í ...
Kostnaður vegna slysa á hverja 1000 ekna kílómetra helmingast í Ástralíu við hverja auka stjörnu. Graf/AusRAP

Gæti líka nýst við að meta framkvæmdir í borginni

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins sótti fundinn og spurði James Bradford að því hvort hægt væri að nota þetta sama kerfi til þess að meta kostnað við að bæta umferðaröryggi á borgarsvæðum, þar sem flest hættulegustu gatnamót landsins væru.

Hljómaði hann áhugasamur um að Reykjavíkurborg myndi nýta sér búnaðinn, en einungis nokkrar af helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins eru inni í gagnagrunninum sem kynntur var í dag.

Svar breska sérfræðingsins var á þá leið að hægt væri að nota tólin til að meta kostnað og hagkvæmni framkvæmda á borgarsvæðum, en áhugavert væri að oftast væru þær framkvæmdir sem hagkvæmt væri að fara í innan borga mannvirki fyrir gangandi vegfarendur, fremur en uppfærslur á gatnamótum fyrir akandi.

„Það eru venjulega þeir sem eru í hættu á borgarsvæðum, svo það væru hlutir eins og að gera mun betri gangbrautir og setja gangstéttir þar sem það er hægt,“ sagði Bradford og bætti því við að oft væri hámarkshraði ökutækja lækkaður samfara þessum aðgerðum.

Hér að neðan má horfa á kynninguna á gagnagrunninum í heild sinni.

mbl.is

Innlent »

Euro Market-rannsóknin á lokametrunum

11:50 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á svo nefndu Euro Market-máli er nú á lokametrunum að sögn Margeirs Sveinssonar yfirlögregluþjóns. „Það er verið að klára það,“ segir Margeir. „Það fer til héraðssaksóknara á næstunni.“ Meira »

Styrkja útgáfu 55 verka

11:38 Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú úthlutað 30 milljónum króna í útgáfustyrki til 55 verka og það er hækkun um 6,5 milljónir króna milli ára. Alls bárust 93 umsóknir og sótt var um ríflega 90 milljónir króna. Meira »

Guðmundur Helgi nýr formaður VM

11:26 Guðmundur Helgi Þórarinsson var í gær kjörinn formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) með 51,50% atkvæða.  Meira »

Mynduðu kross á Heimakletti

11:18 Um fjörutíu núverandi og fyrrverandi nemendur Grunnskólans í Vestmannaeyjum gengu upp á Heimaklett í gærkvöldi og tendruðu ljós til minningar um Sigurlás Þorleifsson, skólastjóra skólans, sem varð bráðkvaddur í göngu á Heimakletti síðastliðið þriðjudagskvöld. Meira »

Laxeldið mikilvægasta málið

11:15 Fiskeldi við Ísafjarðardjúp, sálfræðiþjónusta, samgöngur og íþrótta- og tómstundamál eru ofarlega í huga menntaskólanemanna Hákons Ernis Hrafnssonar og Kristínar Helgu Hagbarðsdóttur fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Meira »

Hvað langar mig að læra?

11:10 „Það er mjög mikið af köttum í Reykjavík, ég hef tekið eftir því,“ segir bandaríski spennusagnahöfundurinn Dan Brown brosandi þegar hann snýr til baka úr gönguferð um miðborgina. Og hann bætir við að kettirnir séu vinalegir. Meira »

Rannsókn Skáksambandsmálsins enn í gangi

10:40 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur enn að því að afla gagna í Skáksambandsmálinu svo kallaða. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Meira »

Fékk aðsvif í miðri sýningu

10:56 Leiksýningin Fólk, staðir og hlutir var stöðvuð eftir um hálftíma í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi eftir að einn af leikurunum, Björn Thors, fékk skyndilegt aðsvif uppi á sviði. Að sögn Kristínar Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra var Björn fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir rannsóknir. Meira »

Stór dagur fyrir Landspítalann

10:32 Í morgun birtist auglýsing um útboð á framkvæmdum við nýja Landspítalann við Hringbraut. Þar eru boðaðar miklar framkvæmdir, m.a. uprif gatna, göng undir Snorrabraut og fleira. Meira »

Ákærður fyrir að slá mann með kaffibolla

10:17 Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa í sumarbústað í ágúst árið 2015 slegið annan mann með kaffibolla og veitt honum högg í andlitið. Meira »

Ákærð fyrir fljótandi kókaín

10:06 Portúgölsk kona hefur verið ákærð af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa flutt 2.100 ml af vökva sem innihélt kókaín til landsins í lok síðasta árs. Var styrkleiki blöndunnar 51% og var kókaínið ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni að því er fram kemur í ákæru málsins. Meira »

Má ekki svara Heimi Hallgríms

09:40 Um mánaðamótin hækka sektir verulega og þeir sem nota síma, án handfrjáls búnaðar, gætu þurft að borga 40 þúsund krónur í sekt. Meira »

Bergur Ebbi og Ólafur Stefánsson í stjórn UN Women

09:36 Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur, ljóðskáld og ritgerðasmiður, og Ólafur Stefánsson, „hjartisti“ og frumkvöðull, voru kjörnir nýir inn í stjórn UN Women á Íslandi í gær. Meira »

Fyrsta konan sem verður alþjóðaforseti Lions

08:18 Íslenskir Lionsmenn heiðruðu Guðrúnu Björtu Yngvadóttur í Hörpunni í gær í tilefni af því að hún verður kjörin alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar. Meira »

Útboð á framkvæmdum við nýjan spítala

08:07 Nýr Landspítali ohf. hefur auglýst útboð, í samstarfi við Ríkiskaup og Framkvæmdasýslu ríkisins, vegna framkvæmda við Hringbrautarverkefnið. Um er að ræða framkvæmdir vegna jarðvinnu fyrir meðferðarkjarnann, götur, göngustíga, bílastæði og annan lóðafrágang, ásamt fyrirhuguðum bílakjallara. Meira »

Allir geta grætt á náttúruvernd

08:45 „Við Íslendingar erum enn fastir í þeim hugmyndum að ekki sé hægt að vernda svæði öðruvísi en að þar megi þá ekkert gera nema að anda,“ segir Sigurður Gísli Pálmason, stofnandi samtakanna Hrífandi sem standa fyrir ráðstefnu um verndarsvæði og þróun byggðar á morgun. Meira »

Verða að vinna stóru málin

08:11 Það kom Sigríði Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, alls ekki á óvart að heyra að í samtölum blaðamanns við Vestfirðinga um stærstu málin fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefðu mál sem fremur heyra undir ríkisvaldið en sveitarfélögin ítrekað verið nefnd. Meira »

Nýr fjölskylduvefur á mbl.is

07:57 Í dag verður hleypt af stokkunum nýjum undirvef mbl.is, með nafnið Fjölskyldan. Vefurinn verður í umsjá Dóru Magnúsdóttur fjölmiðlafræðings, en hún starfaði á árum áður á fréttadeild Morgunblaðsins. Meira »
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
Malbiksviðgerðir og málun bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Samkoma
Félagsstarf
Bænasamkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum...
Ráðstefna
Fundir - mannfagnaðir
Félag löggiltra endurskoðenda ENDURSK...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvina í kvöld 25. apríl...