Gagnagrunnurinn geri deilur óþarfar

Eiríkur Hreinn Helgason, Runólfur Ólafsson, Steinþór Jónsson og Ólafur Guðmundsson ...
Eiríkur Hreinn Helgason, Runólfur Ólafsson, Steinþór Jónsson og Ólafur Guðmundsson hafa unnið að þessu verkefni lengi. Ljósmynd/Aðsend

Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu sagði það hafa verið mjög áhugavert að sjá uppskeru margra ára strits er virkni gagnagrunns EuroRAP um íslenska þjóðvegakerfið var kynnt á fundi Félags íslenskra bifreiðaeigenda í Hörpu í morgun. Hann þakkaði FÍB fyrir að hafa skapað þetta opna samtal um samgönguöryggi, sem væri öllum mjög hagfellt.

FÍB vann að kortlagningu vegakerfisins frá 2012 til 2017, en gagnagrunnurinn er nú opinn öllum. Kom það fram í máli James Bradford, umferðarverkfræðings og þróunarstjóra EuroRAP að Ísland væri fyrsta landið til þess að kortleggja nær allt vegakerfi sitt með þessum hætti.

„Það er hægt að fara inn á vefinn og skrá sig sem notanda og skoða hvað Ísland er að bjóða upp á í heild. Svo getur þú borið vegi í þinni heimabyggð saman við vegi annarsstaðar og metið hvernig umhverfi þitt er gagnvart öryggi og síðan gert kröfur til stjórnmálamanna um hvað þarf að gera og af hverju þarf að gera það,“ segir Steinþór Jónsson, formaður FÍB.

Hann segir stjórnmálamenn jafnframt geta notað gagnagrunninn til að sýna fram á að verið sé að nota framkvæmdafé til gatnagerðar á hagkvæman máta. Almenningur hafi sömuleiðis gott tæki til að geta sýnt fram á það með rökum hvaða vegaframkvæmdir eigi að ráðast í.

„Það ætti í rauninni ekki að vera ágreiningur um það hvaða framkvæmd ætti að fara fyrst í í dag á Íslandi. Þetta er ekki lengur kjördæmapot, þetta er spurningin um heildarhagsmuni Íslendinga,“ segir Steinþór, sem var einn þeirra sem börðust hart fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar.

Vegir sunnanlands skora að jafnaði hærra en vegir fyrir vestan, ...
Vegir sunnanlands skora að jafnaði hærra en vegir fyrir vestan, norðan og austan. Kort/Gagnagrunnur EuroRAP

Hann segir það verkefni sýna hversu miklu máli fjárfestingar í umferðaröryggi geti skipt. „Við skulum átta okkur á því að það hefur ekki orðið banaslys á tvöfaldri Reykjanesbraut í fjórtán ár. Það er bara mjög stórt og kannski langbesta dæmið um hvað framkvæmdir geta skilað til baka í bættu öryggi,“ segir Steinþór.

Íslenskir vegir koma illa út úr stjörnugjöf öryggismatsins, en rúm 40% vegakerfisins fá einungis eina stjörnu og einungis fjórðungur nær þremur stjörnum, en sú einkunn þykir ásættanleg. Reynsla systursamtaka EuroRAP í Ástralíu, AusRAP, er að fyrir hverja auka stjörnu samkvæmt öryggismatinu, lækkar kostnaður vegna alvarlegra slysa að jafnaði um helming miðað við ekna vegalengd, eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Kostnaður vegna slysa á hverja 1000 ekna kílómetra helmingast í ...
Kostnaður vegna slysa á hverja 1000 ekna kílómetra helmingast í Ástralíu við hverja auka stjörnu. Graf/AusRAP

Gæti líka nýst við að meta framkvæmdir í borginni

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins sótti fundinn og spurði James Bradford að því hvort hægt væri að nota þetta sama kerfi til þess að meta kostnað við að bæta umferðaröryggi á borgarsvæðum, þar sem flest hættulegustu gatnamót landsins væru.

Hljómaði hann áhugasamur um að Reykjavíkurborg myndi nýta sér búnaðinn, en einungis nokkrar af helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins eru inni í gagnagrunninum sem kynntur var í dag.

Svar breska sérfræðingsins var á þá leið að hægt væri að nota tólin til að meta kostnað og hagkvæmni framkvæmda á borgarsvæðum, en áhugavert væri að oftast væru þær framkvæmdir sem hagkvæmt væri að fara í innan borga mannvirki fyrir gangandi vegfarendur, fremur en uppfærslur á gatnamótum fyrir akandi.

„Það eru venjulega þeir sem eru í hættu á borgarsvæðum, svo það væru hlutir eins og að gera mun betri gangbrautir og setja gangstéttir þar sem það er hægt,“ sagði Bradford og bætti því við að oft væri hámarkshraði ökutækja lækkaður samfara þessum aðgerðum.

Hér að neðan má horfa á kynninguna á gagnagrunninum í heild sinni.

mbl.is

Innlent »

Herða eftirlit eftir slys

14:47 Umhverfisstofnun ætlar í víðtækt eftirlit með stíflueyðum í næsta mánuði. Þá verður skoðað hvort merkingar séu í lagi og tappar með barnalæsingum. Ekki er sérstakt eftirlit með því hver kaupir stíflueyði og ekkert aldurstakmark. Meira »

Yngri bursta tennurnar sjaldnar

14:47 Fjórðungur Íslendinga burstar tennurnar einu sinni á dag og eru konur líklegri en karlar til þess að bursta tennurnar tvisvar á dag eða oftar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunar MMR á því hversu oft Íslendingar bursta tennurnar á hverjum degi. Meira »

40 milljónir vegna langveikra barna

14:12 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Landspítalanum 40 milljónir króna til að koma á fót sérstöku stuðningsteymi fyrir langveik börn með miklar stuðningsþarfir, meðal annars vegna sjaldgæfra sjúkdóma. Meira »

Skjótfenginn gróði er grunsamlegur

13:38 Falsfrétt um þekkta Íslendinga sem sagt er að hafi grætt ótrúlegar upphæðir á viðskiptum með rafmyntina Bitcoin er í umferð á Facebook. Meira »

Byssubróðir aftur ákærður

13:23 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært Marcin Nabakowski fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í júlí í fyrra, en Marcin er þekktur ásamt bróður sínum fyrir að koma að byssumáli í Breiðholti árið 2016. Meira »

Borgarís fyrir mynni Eyjafjarðar

13:02 Myndarlegur borgarís er nú í mynni Eyjafjarðar. Mikið hefur kurlast úr honum og varar Landhelgisgæslan við að klakabrotin geti reynst hættuleg í myrkri. Meira »

Skaut óvart úr riffli á lögreglustöð

13:01 Óhapp varð þegar lögregluþjónn skaut óvart úr riffli inni á lögreglustöð á höfuðborgarsvæðinu 16. apríl. Ítarlega var farið yfir atvikið og þjálfun lögregluþjóna í handlagningu skotvopna. Meira »

Starfsgetumat komið illa út í Danmörku

12:02 „Við erum öll sátt við breytingar en þær mega ekki koma verr út fyrir þá sem nota kerfið í dag,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál stendur fyrir málþingi á Grand hótel í dag, sem ber yfirskriftina Frá stjórnarskrá til veruleika. Meira »

„Við erum kátir með veiðarnar“

11:55 „Það er haustbragur á veiðum skipanna og það hefur aflast vel. Vestmannaey landaði fullfermi á Seyðisfirði í gær og var uppistaða aflans þorskur og ýsa. Vestmannaey hóf veiðar í túrnum út af Suðausturlandi en færði sig svo á Austfjarðamið,“ segir Arnar Richardsson, rekstrarstjóri Bergs-Hugins. Meira »

Einn á slysadeild eftir umferðarslys

11:33 Einn var fluttur á slysadeild eftir umferðaróhapp á ellefta tímanum á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík þegar tveir bílar lentu saman. Meira »

Fagna því að fá göngin í ríkiseigu

11:33 Bæjarstjórn Akraness fagnar þeim áfanga sem verður í lok þessa mánaðar, þegar Spölur skilar Hvalfjarðargöngum fullfjármögnuðum til ríkisins tuttugu árum eftir að göngin voru opnuð til umferðar 11. júlí 1998. Meira »

Endurvekja þarf traust OR

11:04 Bæjarstjórn Akraness harmar þá stöðu sem upp er komin í starfsmannamálum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og leggur áherslu á að nýhafin rannsókn á vinnustaðamenningu innan fyrirtækisins verði til lykta leidd með fagmannlegum hætti og úrbætur gerðar. Meira »

Dæmdur fyrir hótanir gegn dýralæknum

11:01 Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir grófar og heiftúðugar hótanir gegn starfsfólki á dýralæknastöð eftir að hann fór með hund í skoðun þar. Þá var hann einnig fundinn sekur um að hafa flutt inn til landsins tvo brúsa af piparúða og stera. Meira »

Missum ungt fólk af vinnumarkaði

10:55 „Við erum að missa ungt fólk af vinnumarkaði og svipta það tækifærum í lífinu,“ segir blaðakonan Guðrún Hálfdánardóttir um stöðu geðheilbrigðismála sem hún hefur fjallað ítarlega um að undanförnu. Þetta sé hægt að koma í veg fyrir ef fólk fær svigrúm, stuðning og rétta aðstoð tímanlega. Meira »

13% heimila í vanskilum

10:52 Heimilum sem eru í vanskilum hefur fækkað mikið en ríflega þriðjungur heimila átti erfitt með að ná endum saman árið 2016 sem er mikil fækkun frá 2011 þegar um helmingur heimila átti erfitt með að ná endum saman. Meira »

Fái gjafsókn vegna kynferðisbrota

10:44 Lagt hefur verið fram nýtt þingmál sem veitir þolendum í heimilisofbeldis- og kynferðisbrotamálum rétt til gjafsóknar. Fyrsti flutningsmaður er Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Meira »

Skýrsla Hannesar um hrunið komin á netið

10:32 Skýrsla Hann­esar Hólm­steins Giss­ur­ar­sonar, pró­fess­ors í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands um er­lenda áhrifaþætti banka­hruns­ins er komin á netið. Hannes af­henti fjár­málaráðherra skýrsluna í gær eftir um fjög­ur ára vinnu. Meira »

Felldi þrjú dýr á mínútu

10:30 Skytturnar og veiðiklærnar Harpa Þórðardóttir og Bára Einarsdóttir, sem keppti nýlega á heimsmeistaramótinu fyrir Íslands hönd í liggjandi riffli, komu í síðdegisþátt K100 til að segja frá veiðiævintýrum sínum út um allan heim og veiðiklúbbnum sínum T&T International. Meira »

Keppa í iðngreinum á Euroskills

10:24 Átta ungir Íslendingar hófu keppni á Euroskills í Búdapest í dag. Þar er keppt í fjölbreyttum iðngreinum, en Íslendingarnir keppa í rafvirkjun, rafeindavirkjun, málmsuðu, trésmíði, grafískri hönnun, bakstri, framleiðslu og matreiðslu. Meira »
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Heimili í BORGINNI- www.eyjasoibudir.is
Til leigu 2ja-3ja herb. Íbúðir fyrir fjölskyldur og ferðalanga. Allt til alls. V...
Spennandi ljósmyndanámskeið í október
Í boði eru fjölmörg námskeið fyrir áhugaljósmyndara á www.ljosmyndari.is http...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...