Gagnagrunnurinn geri deilur óþarfar

Eiríkur Hreinn Helgason, Runólfur Ólafsson, Steinþór Jónsson og Ólafur Guðmundsson ...
Eiríkur Hreinn Helgason, Runólfur Ólafsson, Steinþór Jónsson og Ólafur Guðmundsson hafa unnið að þessu verkefni lengi. Ljósmynd/Aðsend

Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu sagði það hafa verið mjög áhugavert að sjá uppskeru margra ára strits er virkni gagnagrunns EuroRAP um íslenska þjóðvegakerfið var kynnt á fundi Félags íslenskra bifreiðaeigenda í Hörpu í morgun. Hann þakkaði FÍB fyrir að hafa skapað þetta opna samtal um samgönguöryggi, sem væri öllum mjög hagfellt.

FÍB vann að kortlagningu vegakerfisins frá 2012 til 2017, en gagnagrunnurinn er nú opinn öllum. Kom það fram í máli James Bradford, umferðarverkfræðings og þróunarstjóra EuroRAP að Ísland væri fyrsta landið til þess að kortleggja nær allt vegakerfi sitt með þessum hætti.

„Það er hægt að fara inn á vefinn og skrá sig sem notanda og skoða hvað Ísland er að bjóða upp á í heild. Svo getur þú borið vegi í þinni heimabyggð saman við vegi annarsstaðar og metið hvernig umhverfi þitt er gagnvart öryggi og síðan gert kröfur til stjórnmálamanna um hvað þarf að gera og af hverju þarf að gera það,“ segir Steinþór Jónsson, formaður FÍB.

Hann segir stjórnmálamenn jafnframt geta notað gagnagrunninn til að sýna fram á að verið sé að nota framkvæmdafé til gatnagerðar á hagkvæman máta. Almenningur hafi sömuleiðis gott tæki til að geta sýnt fram á það með rökum hvaða vegaframkvæmdir eigi að ráðast í.

„Það ætti í rauninni ekki að vera ágreiningur um það hvaða framkvæmd ætti að fara fyrst í í dag á Íslandi. Þetta er ekki lengur kjördæmapot, þetta er spurningin um heildarhagsmuni Íslendinga,“ segir Steinþór, sem var einn þeirra sem börðust hart fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar.

Vegir sunnanlands skora að jafnaði hærra en vegir fyrir vestan, ...
Vegir sunnanlands skora að jafnaði hærra en vegir fyrir vestan, norðan og austan. Kort/Gagnagrunnur EuroRAP

Hann segir það verkefni sýna hversu miklu máli fjárfestingar í umferðaröryggi geti skipt. „Við skulum átta okkur á því að það hefur ekki orðið banaslys á tvöfaldri Reykjanesbraut í fjórtán ár. Það er bara mjög stórt og kannski langbesta dæmið um hvað framkvæmdir geta skilað til baka í bættu öryggi,“ segir Steinþór.

Íslenskir vegir koma illa út úr stjörnugjöf öryggismatsins, en rúm 40% vegakerfisins fá einungis eina stjörnu og einungis fjórðungur nær þremur stjörnum, en sú einkunn þykir ásættanleg. Reynsla systursamtaka EuroRAP í Ástralíu, AusRAP, er að fyrir hverja auka stjörnu samkvæmt öryggismatinu, lækkar kostnaður vegna alvarlegra slysa að jafnaði um helming miðað við ekna vegalengd, eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Kostnaður vegna slysa á hverja 1000 ekna kílómetra helmingast í ...
Kostnaður vegna slysa á hverja 1000 ekna kílómetra helmingast í Ástralíu við hverja auka stjörnu. Graf/AusRAP

Gæti líka nýst við að meta framkvæmdir í borginni

Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins sótti fundinn og spurði James Bradford að því hvort hægt væri að nota þetta sama kerfi til þess að meta kostnað við að bæta umferðaröryggi á borgarsvæðum, þar sem flest hættulegustu gatnamót landsins væru.

Hljómaði hann áhugasamur um að Reykjavíkurborg myndi nýta sér búnaðinn, en einungis nokkrar af helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins eru inni í gagnagrunninum sem kynntur var í dag.

Svar breska sérfræðingsins var á þá leið að hægt væri að nota tólin til að meta kostnað og hagkvæmni framkvæmda á borgarsvæðum, en áhugavert væri að oftast væru þær framkvæmdir sem hagkvæmt væri að fara í innan borga mannvirki fyrir gangandi vegfarendur, fremur en uppfærslur á gatnamótum fyrir akandi.

„Það eru venjulega þeir sem eru í hættu á borgarsvæðum, svo það væru hlutir eins og að gera mun betri gangbrautir og setja gangstéttir þar sem það er hægt,“ sagði Bradford og bætti því við að oft væri hámarkshraði ökutækja lækkaður samfara þessum aðgerðum.

Hér að neðan má horfa á kynninguna á gagnagrunninum í heild sinni.

mbl.is

Innlent »

Áhafnir uppsjávarskipanna í jólafrí

07:37 Langt er komið með að veiða kolmunnaheimildir ársins og er búið að landa yfir 275 þúsund tonnum í ár. Alls er Íslendingum heimilt að veiða tæplega 315 þúsund tonn að meðtöldum sérstökum úthlutunum og flutningi á milli ára. Meira »

Lægðin tekur völdin

06:49 Djúp lægð nálgast landið og þegar líður á daginn tekur hún yfir stjórnina á veðrinu á landinu og hún verður einnig við stjórnartaumana á morgun. Það er því von á hvassviðri og rigningu síðar í dag. Meira »

Guðrún tjáir sig ekki

05:57 Guðrún Ögmundsdóttir, sem er formaður trúnaðarnefndar Samfylkingar, segist ekki vilja tjá sig um mál Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingar. Meira »

Þorskurinn fullur af loðnu

05:30 Þorskur sem Akurey AK, togari HB Granda, veiddi í Víkurálnum var stór og góður og fullur af loðnu, að sögn Eiríks Jónssonar skipstjóra. Það þótti honum vita á gott, að því er fram kom í frétt útgerðarinnar. Meira »

Ræktun lyfjahamps fær dræmar viðtökur

05:30 Þingsályktunartillaga Pírata um notkun og ræktun lyfjahamps hefur hlotið neikvæð viðbrögð allra sem sent hafa Alþingi umsögn um hana. Meira »

Fá að ávísa getnaðarvarnarlyfjum

05:30 Hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum, sem hafa sérstakt leyfi landlæknis og starfa þar sem heilsugæslu-, kvenlækninga- eða fæðingarþjónusta er veitt, verður heimilt að ávísa hormónatengdum getnaðarvarnarlyfjum. Meira »

Tækjaeigendur bera ábyrgðina

05:30 Lyfjastofnun hefur lokið formlegri athugun á læknabekkjum Læknavaktarinnar í kjölfar slyss sem varð þar í haust þegar tveggja ára gömul stúlka klemmdist á milli rafknúinna arma á bekk. Meira »

Mikil óvissa í ferðaþjónustu

05:30 Mikil óvissa er um fjölda erlendra ferðamanna á næsta ári. Greinendur hafa almennt spáð áframhaldandi fjölgun ferðamanna næstu ár. Hún verði þó hægari en síðustu ár. Útlit er fyrir rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna í ár, eða rúmlega milljón fleiri en 2015. Meira »

Ákært í færri málum en árið áður

05:30 Alls voru 6.265 brot afgreidd af ákæruvaldinu á síðasta ári. Þar af var ákært í 4.959 málum, eða 79% brotanna.  Meira »

16,8% fjölgun erlendra ríkisborgara

05:30 Alls voru 44.156 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi 1. desember síðastliðinn og hefur þeim fjölgað um 6.344 manns frá því á sama tíma í fyrra eða um 16,8%, að því er fram kemur á heimasíðu Þjóðskrár Íslands. Meira »

Vindur fyrir tvo milljarða

05:30 Íslenska sjávarútvegstæknifyrirtækið Naust Marine hefur gengið frá samningi um framleiðslu vindubúnaðar fyrir sex nýja rússneska togara. Um er að ræða langstærsta verkefni fyrirtækisins til þessa og hljóðar samningurinn upp á um tvo milljarða króna. Meira »

Fylgjast með fótspori ferðamannsins

Í gær, 22:00 Í ágúst árið 2010 voru um 30.000 ferðamenn staddir á Íslandi samstundis. Á sama tíma árið 2017 voru þeir orðnir 90.000. Út er komin ný skýrsla um vísa til þess að meta fótspor ferðamanna hér á landi. Meira »

Sara Nassim tilnefnd til Grammy-verðlauna

Í gær, 21:45 Þrítug íslensk kona, Sara Nassim Valadbeygi, er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna sem framleiðandi tónlistarmyndbands söngkonunnar Tierra Whack, Mumbo Jumbo. Fjögur önnur myndbönd eru tilnefnd í sama flokki og Mumbo Jumbo. Grammy-verðlaunin verða afhent í Los Angeles 10. febrúar. Meira »

7 tilnefndir til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Í gær, 21:33 Sex þýðingar og sjö þýðendur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna þetta árið. Verðlaunin, sem eru veitt fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki, hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta. Meira »

Kaupendur vændis virðast ansi víða

Í gær, 21:23 „Þetta er ekki einstakt mál, það er mikilvægt að það komi fram,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, um mál fatlaðrar konu sem talið er að um 50 karlmenn hafi keypt vændi af. Meira »

Brotist inn í hús í Borgarnesi

Í gær, 20:34 Lögreglan á Vesturlandi biður fólk að vera á varðbergi gagnvart mannaferðum eftir að brotist var inn í íbúðarhús í Borgarnesinu á áttunda tímanum í kvöld og m.a. stolið þaðan skartgripum. Meira »

Enginn forgangur fyrir Árneshrepp

Í gær, 20:30 Að fresta vegaframkvæmdum um Veiðileysuháls enn einu sinni yrði ákvörðun um að leggja Árneshrepp í eyði, segir í umsögn um tillögu að samgönguáætlun. Þingmenn kjördæmisins segjast tala máli hreppsins en hafi engan sérstakan forgang fengið. Meira »

Stærsta hlutverk Íslendings

Í gær, 20:20 Leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer með aðalhlutverk í nýrri stórmynd Peter Jackson, Mortal Engines. Í gær var haldin sérstök Nexus-forsýning þar sem Hera mætti og tók við fyrirspurnum í lok sýningarinnar. Ragnar Eyþórsson, kvikmynda- og sjónvarpsrýnir síðdegisþáttar K100, var á staðnum. Meira »

Ísland færist ofar á lista yfir veiðar

Í gær, 20:00 Ísland er í 17. sæti á meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims, með um 1,3% hlutdeild þess aflamagns sem veitt er á heimsvísu, og sú þriðja stærsta þegar litið er til ríkja Evrópu. Meira »
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEIT OLIA OG STEINAR- RÓAR HUGANN OG GEFUR BÆTTA LÍÐAN. tÍMAPANTANIR SIMI 8...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRING/VORÖNN: ...