Líkamsleifar fundust á Snæfellsnes

Líkamsleifar fundust nýverið við Snæfellsnes. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Fundust þær að hans sögn á 120 metra dýpi í Faxaflóa nálægt Snæfellsnesi.

DV greindi fyrst frá fundinum.

Ekki hafa enn verið borin kennsl á hinn látna að sögn Jóhanns Karls, en kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinnur nú að DNA greiningu. 

Fréttin verður uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert