Upptökur á annarri plötu Kaleo

Rubin Pollock gítarleikari og Jökull Júlíusson fara yfir málin.
Rubin Pollock gítarleikari og Jökull Júlíusson fara yfir málin. Ljósmynd/Daníel Ægir Kristjánsson

Strákarnir í Kaleo vinna nú að plötunni sem kemur í kjölfarið á hinni geysivinsælu A/B sem kom út fyrir tæpum tveimur árum. Sveitin hefur að undanförnu verið í upptökum og hér má sjá myndir af ferlinu í sögufrægum hljóðverum sem Daníel Ægir Kristjánsson bassaleikari sveitarinnar tók. 

Í síðasta mánuði var sveitin m.a. í hinu sögufræga RCA hljóðveri í Nashville en einnig í gamla hljóðverinu hans Tupac Shakur og hljóðveri Vance Powells sem er mikill reynslubolti í upptökubransanum. Síðustu dögum hafa Mosfellingarnir þó eytt í S-Ameríku þar sem þeir hafa komið fram á tónleikum.

Rubin í gítartöku. Búinn að vefja handklæði utan um hálsinn …
Rubin í gítartöku. Búinn að vefja handklæði utan um hálsinn til að ná fram rétta hljómnum. Ljósmynd/Daníel Ægir Kristjánsson
Vance Powell er einn þeirra upptökustjóra sem Kaleo menn hafa …
Vance Powell er einn þeirra upptökustjóra sem Kaleo menn hafa unnið með að undanförnu. Hann er þekktastur fyrir störf sín með Jack White og hefur hlotið fern Grammy verðlaun. Ljósmynd/Daníel Ægir Kristjánsson
Mike Elizondo fylgist með Rubin. Hann hefur unnið að fjölmörgum …
Mike Elizondo fylgist með Rubin. Hann hefur unnið að fjölmörgum verkefnum með fjölbreyttum hópi listamanna. Allt á milli Dr. Dre og Eric Clapton. Ljósmynd/Daníel Ægir Kristjánsson
Gítarbretti í höndunum á Rubin. Hljómurinn ætti að passa vel …
Gítarbretti í höndunum á Rubin. Hljómurinn ætti að passa vel við klassíska blúsrokkið hjá Kaleo. Ljósmynd/Daníel Ægir Kristjánsson
Stúdíóvinna er þolinmæðisverk.
Stúdíóvinna er þolinmæðisverk. Ljósmynd/Daníel Ægir Kristjánsson
Það er mikilvægt að hafa gaman að hlutunum.
Það er mikilvægt að hafa gaman að hlutunum. Ljósmynd/Daníel Ægir Kristjánsson
Davíð Antonsson Crivello sér um trommuleikinn í Kaleo.
Davíð Antonsson Crivello sér um trommuleikinn í Kaleo. Ljósmynd/Daníel Ægir Kristjánsson
Upptökusalurinn í hinu sögufræga RCA hljóðveri í tónlistarborginni Nashville er …
Upptökusalurinn í hinu sögufræga RCA hljóðveri í tónlistarborginni Nashville er rúmgóður. Ljósmynd/Daníel Ægir Kristjánsson
Jökull leitar að rétta hljómnum.
Jökull leitar að rétta hljómnum. Ljósmynd/Daníel Ægir Kristjánsson
Powell fer yfir hlutina á gömlu 24 rása segulbands-upptökutæki.
Powell fer yfir hlutina á gömlu 24 rása segulbands-upptökutæki. Ljósmynd/Daníel Ægir Kristjánsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert