Aðalmeðferð í meiðyrðamáli fer fram í júní

Benedikt vill að fimm ummæli í bók Jóns Steinars verði …
Benedikt vill að fimm ummæli í bók Jóns Steinars verði dæmd dauð og ómerk. mbl.is/​Hari

Fyrirtöku í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar Hæstaréttardómara gegn Jóni Steinari Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómara, sem átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur morgun var frestað til 12. apríl næstkomandi. Málið var þingfest í nóvember síðastliðnum, en aðalmeðferð mun fara fram í byrjun júní.

Bene­dikt höfðaði málið vegna um­mæla Jóns Stein­ars í ný­út­kom­inni bók hans „Með lognið í fangið – Um af­glöp Hæsta­rétt­ar eft­ir hrun“. Taldi Bene­dikt um­mæli Jón Stein­ars um dóms­morð dóm­ara við rétt­inn í máli ákæru­valds­ins gegn Baldri Guðlaugs­syni, fyrr­ver­andi ráðuneyt­is­stjóra, vera ærumeiðandi. Sam­tals fer hann fram á að fimm um­mæli í bók­inni verði dæmd dauð og ómerk.

Lögmaður Bene­dikts í mál­inu er Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­son og verj­andi Jón Stein­ars er Gest­ur Jóns­son.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert