Andlát: Guðmundur Sighvatsson

Guðmundur Rúnar Sighvatsson.
Guðmundur Rúnar Sighvatsson.

Guðmundur Rúnar Sighvatsson, fyrrverandi skólastjóri Austurbæjarskóla í Reykjavík, lést sl. mánudag á Landspítala, 66 ára að aldri.

Guðmundur fæddist 12. október 1951 á Húsavík, sonur hjónanna Sighvats Bergsteins Kjartanssonar múrara og Guðrúnar Magneu Aðalsteinsdóttir verkakonu.

Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur þegar Guðmundur var fimm ára. Hann gekk í Breiðagerðis- og Réttarholtsskóla og hóf nám í Kennaraskólanum 1969. Guðmundur lauk kennaranámi árið 1973 og hóf það ár störf sem kennari við Austurbæjarskóla. Hann var ráðinn yfirkennari árið 1983 og skólastjóri árið 1995 og gegndi því starfi til ársins 2015.

Á námsárum sínum og sumarleyfum vann Guðmundur við hvalskurð hjá Hval hf. í Hvalfirði. Þá vann hann einnig um árabil við ættfræðirannsóknir hjá Þjóðsögu. Eftir að hann lét af störfum sem skólastjóri beindi hann kröftum sínum að Hollvinafélagi Austurbæjarskóla. Hann lét sér annt um gamla skólamuni, kom í veg fyrir að þeim yrði fleygt og leiddi ásamt Arnfinni Jónssyni, fyrsta formanni félagsins, starf þeirra sem komu á laggirnar Skólamunastofu Austurbæjarskólans.

Eiginkona Guðmundar var Ragnheiður Jónsdóttir. Þau skildu. Börn þeirra eru Atli Örn og Sigríður Hrönn. Sambýliskona Guðmundar er Gunnhildur Friðþjófsdóttir. Dóttir Gunnhildar og stjúpdóttir Guðmundar er Soffía Tinna. Útför Guðmundar verður gerð frá Hallgrímskirkju 28. mars kl. 13.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert