Segir Ólaf sýna kennurum lítilsvirðingu

Ásthildur Lóa Þórsdóttir segir ásakanir formanns Félags grunnskólakennara dapurlegar.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir segir ásakanir formanns Félags grunnskólakennara dapurlegar. Ljósmynd/Hagsmunasamtök heimilanna

Ásakanir Ólafs Loftssonar, formanns Félags grunnskólakennara, eru dapurlegar og lítilsvirðing gagnvart kennurum. Þetta segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir grunnskólakennari sem er ein þeirra sem Ólafur sakar um „grímulausan áróður“ gegn kjarasamningnum sem grunnskólakennarar felldu í dag.

„Blaut þriggja prósentu tuska“

Hún segir það ekkert nýtt að hún tali gegn þeim kjarasamningum sem boðnir eru kennurum og það tengist ekki framboði hennar til sveitarstjórnarkosninga í vor. Við síðustu þrjá eða fjóra samninga hafi hún talað á sama hátt.

„Ég hef aldrei verið hrifin af þessum samningum og alltaf talað gegn þeim og ég gerði það ekkert á annan hátt núna en ég hef gert áður. Og ég hefði alltaf gert það vegna þess að þessi samningur var bara skammarlegur. Þetta var blaut þriggja prósentu tuska framan í kennara og ég hefði alltaf talað gegn honum,“ segir Ásthildur Lóa.

Kennarar hafi sýnt samstöðu

Fyrr í dag sagði Ólafur Ásthildi Lóu, sem skip­ar 3. sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykjavík, og Jón Inga Gísla­son, formann kjör­dæm­is­ráðs Fram­sókn­ar­manna í Reykja­vík, hafa háð herferð á samfélagmiðlum gegn samningum og kallaði þau „pólitískt afl“ sem beitti sér með beinum hætti í atkvæðagreiðslu samningsins.

„Ég er bara kennari og Jón Ingi líka. Við erum bara kennarar og höfum verið virk í réttindabaráttu kennara undanfarin ár.“ Hún segist sorgmædd yfir því að kennurum sé sýnd lítilsvirðing með slíkum málflutningi.

„Mér finnst þetta dapurlegt. Mér fannst kennarar í dag sýna samstöðu á glæsilegan hátt og sýna það að þeir ætla ekki að láta vaða yfir sig. Þeir ætla að standa saman og þeir ætla ekki lengur að láta bjóða sér þau kjör sem þeim hefur verið boðið upp á.“

Hefði átt að virkja grasrótina

Ólafur gagnrýndi að þeir sem hafi hvatt fé­lags­menn til þess að fella samn­ing­inn hafi ekki sýnt fram á hvað mætti bæta í samn­ingn­um og ekki sýnt fram á nein­ar lausn­ir. „Ný samninganefnd er ekki tekin við og ný samninganefnd hlýtur að þurfa að skoða hlutina þegar hún er sest að borðum,“ segir Ásthildur Lóa og bætir við að hún hefði viljað sjá Ólaf virkja grasrótina til aðgerða áður en hann skrifaði uppá 3% launahækkun.

„Það hefði verið mjög flott. Til dæmis svipaðar aðgerðir og við fórum í haustið 2016, að hann hefði ekki bara haldið öllum spilum þétt að sér og aldrei gefið neitt upp þó það væri gengið á eftir því. Það hefði verið áhugavert að sjá hvort við hefðum náð einhverjum árangri ef hann hefði virkjað okkur.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Anna leiðir Sjálfstæðismenn á Fljótsdalshéraði

16:27 Anna Alexandersdóttir, forseti bæjarstjórnar, leiðir lista Sjálfstæðismanna og óháðra á Fljótsdalshéraði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Listinn hlaut samþykki fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Fljótsdalshéraði í gær, sumardaginnfyrsta. Meira »

Systir smyglara fær lægri bætur

16:26 Hæstiréttur Íslands hefur lækkað miskabætur til konu sem krafðist bóta vegna hlerunar sem hafði verið framkvæmd á heimili hennar í þágu rannsóknar sakamáls. Meira »

Útbjó ólögleg eintök af Biggest Loser

16:20 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness frá síðasta ári um að karlmaður sæti 30 daga skilorðsbundnu fangelsi fyrir að hafa árið 2014 gert ólögmæt eintök af höfundarréttarvörðu efni og birt hópi fólks á netinu án heimildar frá rétthöfum. Meira »

Lenti á bifreið úr gagnstæðri átt

15:45 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands frá árinu 2016 um að kona skuli greiða 150 þúsund króna sekt fyrir að hafa ekið bifreið án aðgæslu og of hratt með þeim afleiðingum að hún missti stjórn á bifreiðinni og lenti á bifreið sem kom út gagnstæðri átt. Meira »

Sigurður í fjögurra vikna farbann

15:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað Sigurð Kristinsson, sem er grunaður er um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli, Skáksambandsmálinu svokallaða, í fjögurra vikna farbann. Meira »

Hálendisgarður sterk skilaboð til heimsins

15:26 Umhverfisráðherra skipaði í dag þverpólítíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Nefndinni er m.a. ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landssvæða innan hans í verndarflokka. Meira »

Sverðaglamur á Kjalarnesi

15:20 Það var boðið upp á sverðaglamur og þjóðlegan fjölskylduharmleik við Esjuberg á Kjalarnesi í morgun þar sem skólabörn settu upp útileikhús við útialtarið sem þar rís. Krakkarnir settu upp leikverk sem unnið var upp úr Kjalnesingasögu, þar sem kristnir menn og heiðnir takast á. Meira »

Þyrlan flutti vélsleðamanninn á spítala

15:25 Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti fyrir skömmu við Landspítalann með mann sem slasaðist í vélsleðaslysi á Fjalla­baki nyrðra nú í morgun. Ekki liggur fyrir hversu alvarleg meiðslin eru. Meira »

Utanríkisráðherra ræddi Brexit við Davis

15:07 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti fund með David Davis, ráðherra útgöngumála í bresku ríkisstjórninni, í London í gær þar sem þeir ræddu gang viðræðna Breta og Evrópusambandsins um Brexit og fóru yfir áhrif útgöngunnar á Ísland og önnur EES-EFTA ríki. Meira »

Sleppur við 18 milljóna króna sekt

14:49 Landsréttur hefur sýknað karlmann sem var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness árið 2016.  Meira »

Opinberar gjá milli íbúa og stjórnsýslu

14:44 Píratar í Kópavogi harma vinnubrögð bæjarstjóra Kópavogsbæjar í samskiptum við hjónin Guðmund R. Einarsson og Lilju Katrínu Gunnarsdóttur vegna greiðslna sem skráðar voru á dánarbú föður Guðmundar. Meira »

Tómas leiðir Miðflokkinn í Árborg

14:21 Tómas Ellert Tómasson leiðir M-lista Miðflokksins í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.   Meira »

Vill fá svör um aðkomu Vesturverks

14:13 Skipulagsstofnun hefur óskað skýringa sveitarstjórnar Árneshrepps á aðkomu VesturVerks að gerð skipulagstillagna vegna Hvalárvirkjunar og hvernig tilboð fyrirtækisins um samfélagsverkefni var afgreitt. Þá vill stofnunin svör varðandi hæfi tveggja sveitarstjórnarmanna við afgreiðslu tillagnanna. Meira »

Minna aðhald en engin vá fyrir dyrum

14:09 Vegna betra árferðis er afkoma fjármála hins opinbera betri en á sama tíma í fyrra sem aftur virðist hafa leitt til slökunar í aðhaldi í þeim efnum. Þetta sagði Gunnar Haraldsson, formaður fjármálaráðs, meðal annars á fundi fjárlaganefndar Alþingis á opnum fundi nefndarinnar í morgun þar sem rætt var um fjármálaáætlun 2019-2023. Meira »

Köttur olli rafmagnsleysi á Þorlákshöfn

13:42 Köttur olli rafmagnsleysi í Þorlákshöfn í gærkvöldi. Rafmagn fór af öllum bænum í klukkustund þegar köttur komst í spenninn.  Meira »

Norræna húsið fær 10 milljóna kr. styrk í endurbætur

14:09 Ríkisstjórnin mun leggja til 10 milljónir króna vegna endurbóta á Norræna húsinu í tilefni af 50 ára afmæli hússins. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Meira »

Skapa þarf sátt um einföldun kerfisins

13:51 Félagsmálaráðherra hefur skipað samráðshóp um breytt framfærslukerfi almannatrygginga sem styður við starfsgetumat og er til þess fallið að skapa sátt um einföldun kerfisins, tryggja framfærslu örorkulífeyrisþega og efla þá til samfélagsgetu. Formaður samráðshópsins er Guðmundur Páll Jónsson. Meira »

Útkall vegna vélsleðaslyss

13:37 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag vegna vélsleðaslyss á syðra Fjallabaki, þar sem vélsleðamaður slasaðist. Björgunarsveitir ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar á leiðinni á vettvang. Meira »
Inntökupróf
Jessenius Faculty of Medicine Martin, Slóvakíu Inntökupróf verða haldin í læknis...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...