Fasteignagjöld hækkuðu um 35%

Fasteignajöldin hækkuðu um 35% árin 2016- 2018 í Reykjavík.
Fasteignajöldin hækkuðu um 35% árin 2016- 2018 í Reykjavík. mbl.is/RAX

Dæmi eru um að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði í Reykjavík hafi hækkað um 35% á árunum 2016 til 2018.

Samkvæmt Árbók Reykjavíkur skiluðu fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði í borginni 8,42 milljörðum króna 2015 en 10,67 milljörðum í fyrra. Það er 27% hækkun. Fasteignagjöld í borginni eru nú í löglegu hámarki.

„Það er deginum ljósara að borgin hefur mokað inn mörgum milljörðum í aukna skattbyrði á fyrirtæki án þess að það sé neitt að gerast í rekstri langflestra þessara fyrirtækja sem endurspeglar það,“ segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert