Geta tekið út hálfan ellilífeyri 65 ára

Þegar lífeyrissjóðir hafa breytt samþykktum sínum verður hægt að fá …
Þegar lífeyrissjóðir hafa breytt samþykktum sínum verður hægt að fá greiddan hálfan ellilífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins á móti 50% lífeyri frá lífeyrissjóðum frá og með 65 ára aldri að skilyrðum uppfylltum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sveigjanleiki hefur verið aukinn á töku ellilífeyris og verður 65 ára og eldri gert kleift á þessu ári að taka út hálfan ellilífeyri hjá Tryggingastofnun ríkisins á móti hálfum lífeyri hjá lífeyrissjóði.

Tekjur viðkomandi hafa þá engin áhrif á upphæð ellilífeyrisins ef töku hans er flýtt með þessum hætti. Gildir það þar til lífeyristaka hefst að fullu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Breytingin um sveigjanlega töku ellilífeyris tók gildi 1. janúar sl. og byggist á lögunum um ellilífeyri sem tóku gildi 1. janúar 2017 en lífeyrissjóðir hafa þurft lengri tíma til undirbúnings því breyta þarf samþykktum sjóðanna. Verður það gert á aðalfundum sjóðanna á næstu vikum, verður m.a. tillaga stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna að breytingum á samþykktum sjóðsins vegna aukins sveigjanleika lögð fram til umræðu og afgreiðslu á ársfund

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert