„Leiðindaveður“ í kortunum

Veður samkvæmt spá á hádegi í dag.
Veður samkvæmt spá á hádegi í dag. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Í dag og á morgun verður víða vætusamt og milt veður á landinu samfara suðlægum áttum. Þá mun norðaustanáttin ná inná vestanverðan Vestfjarðakjálkann með slyddu eða snjókomu annað kvöld og norðlægari aðra nótt en þá fer jafnframt að draga úr vindi.

Engu að síður má búast við „leiðindaveðri“ á norðvestanverðu landinu á föstudag, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

„Spár eru ekki alveg sammála um það hvað gerist svo í framhaldinu, en líkur eru á áframhaldandi norðaustanátt með ofankomu fyrir norðan eða mun meinlausari austlægari eða breytilegri átt með minniháttar úrkomu. Það ætti að skýrast á næsta sólarhring eða svo.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert