Metsala á lúxusíbúðum

Utanhúsklæðning á lágreistara húsinu er nær tilbúin. Þá er svo …
Utanhúsklæðning á lágreistara húsinu er nær tilbúin. Þá er svo gott sem búið að glerja turninn og byrjað að klæða hliðar hans. mbl.is/​Hari

Líklegt er að nýtt sölumet hafi verið sett á íslenskum fasteignamarkaði í Bríetartúni 9-11. Íbúðirnar fóru í sölu í síðustu viku og er nú tæplega helmingur seldur.

Miðað við ásett verð á söluvef Höfðatorgs kosta seldar íbúðir rúma 2,3 milljarða. Þar af kosta tvær þeirra 99,9 milljónir. Greinendur á fasteignamarkaði hafa að undanförnu lýst yfir efasemdum um eftirspurn eftir dýrari íbúðum í miðborg Reykjavíkur. Miðað við eftirspurnina í Bríetartúni er sá markaður á hreyfingu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Pétur Guðmundsson, stjórnarformaður Eyktar, trúnað gilda um kaupendur íbúðanna. Kaupendahópurinn sé fjölbreyttur. Þar séu bæði einstaklingar og fjárfestar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »