Þurfa ekki að afhenda gögn frá Glitni

Fjölmiðlarnir þurfa ekki að afhenda gögnin sem þeir hafa undir …
Fjölmiðlarnir þurfa ekki að afhenda gögnin sem þeir hafa undir höndum. mbl.is/Eggert

Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavik Media um að fjölmiðlunum sé ekki skylt að afhenda gögn sem þeir hafa undir höndum um viðskiptavini Glitnis. Þar á meðal gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og fjölskyldu hans. Stundin greinir frá úrskurðinum, en hann hefur ekki verið birtur á vef Landsréttar.

Glitnir HoldCo kærði til Landsréttar ákvörðun héraðsdóms um að vísa frá kröfu þess eðlis að Stundin og Reykjavík Media afhentu 1.013 gögn sem Glitnir taldi fjölmiðlana hafa undir höndum.

Í úrskurði Landsréttar kemur fram að ekkert liggi fyrir um að þau 1.013 gögn sem Glitnir HoldCo fer fram á að Stundin og Reykjavik Media afhendi séu sömu gögn og fjölmiðlarnir hafa undir höndum og hafa unnið fréttir úr.

Því féllst Landsréttur ekki á kröfur Glitnis HoldCo og staðfesti ákvörðun héraðsdóms um að vísa þeim frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert