4,1 stigs skjálfti í Bárðarbungu

Á þessu korti af vef Veðurstofunnar má sjá að nokkrir …
Á þessu korti af vef Veðurstofunnar má sjá að nokkrir skjálftar urðu við Bárðarbungu í gær og nótt. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Seint í gærkvöldi mældist 4,1 stigs jarðskjálfti í sunnanverðri Bárðarbunguöskjunni. Honum fylgdu nokkrir minni skjálftar en engin merki eru um gosóróa.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. 

Skjálftarnir sem fylgdu í kjölfarið voru 2,4-2,5 að stærð. 

Uppfært kl. 10:52

Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands, að skjálftinn hafi orðið klukkan 22:56 í gærkvöldi. Hann mældist 4,1 stig. Nokkrir minni skjálftar fylgdu í kjölfarið en engra merkja um gosóróa varð vart. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert