Byrjað að sópa götur og stíga í Reykjavík

Þessir tveir voru á ferð í Árbænum í gær.
Þessir tveir voru á ferð í Árbænum í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sópun á götum og stígum í Reykjavík er hafin. Ástand gatna og svifryksmengun hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu.

Víst er að margir munu fagna þessum appelsínugulu, stórvirku götusópum.

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg verður fyrst ráðist í að hreinsa fjölförnustu leiðirnar, það er stofnbrautir og tengigötur auk helstu göngu- og hjólastíga. Þegar því verki er lokið verður farið í hverfi borgarinnar og húsagötur sópaðar og þvegnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert