Dýri dyravörður er draumur

Á hlaðinu. Rokkarinn Dýri Guðmundsson og Hildur Guðmundsdóttir æfa sig …
Á hlaðinu. Rokkarinn Dýri Guðmundsson og Hildur Guðmundsdóttir æfa sig fyrir næsta Reykjavíkurmaraþon. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dýri Guðmundsson ber ekki bumbur en Hafnfirðingurinn, sem á meðal annars ættir að rekja til Fremstuhúsa í Hjarðardal í Dýrafirði, hefur víða látið að sér kveða og var fyrir skömmu útnefndur Seltirningur ársins 2017.

„Þetta kom mér á óvart, eins og sagt er við slík tækifæri, en ég er þakklátur,“ segir hann í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Á árum áður lét landsliðsmaðurinn að sér kveða í fótboltanum og var í sigursælum liðum í FH og Val. „Ég var í Hafnarfjarðarstrætó í tíu ár en fékk stundum að sitja í hjá Gunna Bjarna, sem var líka fluttur til Reykjavíkur,“ rifjar Dýri upp. Bætir við að hann hafi loks látið undan miðbæjarþrýstingi og gengið í Val. Fjölskyldan flutti út á Seltjarnarnes 1981 þar sem hjónin Dýri og Hildur Guðmundsdóttir ólu upp þrjú börn. „Það er gott að búa hérna og ala upp börn,“ áréttar Dýri.

Sjá við tal við Dýra í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert