Ekki vitað hvernig þvottabjörninn barst til landsins

Rannsakað verður hvort þvottabjörninn hafi borið dýrasjúkdóma með sér til …
Rannsakað verður hvort þvottabjörninn hafi borið dýrasjúkdóma með sér til landsins. Myndin er úr safni. Ljósmynd/Wikipedia

Matvælastofnun hefur sent þvottabjörn, sem fannst við Hafnir á Reykjanesi í byrjun vikunnar, í sýnatöku og krufningu til Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.

Rannsakað verður hvort þvottabjörninn hafi borið dýrasjúkdóma með sér til landsins. Hundur sem komst í snertingu við dýrið hefur verið settur í einangrun á heimili sínu og sýni tekið úr honum. 

Ekki er vitað hvernig þvottabjörninn barst til landsins, en innflutningur á þvottabjörnum er með öllu óheimill, að því er segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert