Seltjarnarnesbær kaupir Ráðagerði á 100 millj. kr.

Ráðagerði á Seltjarnarnesi.
Ráðagerði á Seltjarnarnesi.

Kaup Seltjarnarnesbæjar á húsinu Ráðagerði, því vestasta í bænum, fyrir 100 milljónir króna eru í höfn. Bærinn hafði forkauprétt á húsinu sem var byggt árið 1890.

Það hefur verið í einkaeign en verður í framtíðinni nýtt fyrir til dæmis ýmsa menningarstarfsemi.

„Ég sem menningarfulltrúi bæjarins lýsi yfir miklum áhuga á því að geta nýtt húsið í menningar- eða ferðatengda starfsemi og vil samráð við bæjarbúa um það sem þeir vilja helst sjá á þessum stað,“ segir María Björk Óskarsdóttir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert