Kólnar í veðri

Svona verður veðrið á hádegi í dag, fimmtudag.
Svona verður veðrið á hádegi í dag, fimmtudag. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Í dag spáir Veðurstofa Íslands suðaustan 5-13 m/s og rigningu á köflum. Vindur mun svo snúast í suðvestan 5-13 m/s upp úr hádegi með skúrum eða slydduéljum um landið vestanvert. Þá léttir til austanlands.

Þá er spáð hægri suðlægri eða breytilegri átt á morgun og stöku slydduéljum sunnanlands en bjartviðri austan til. Gengur svo í norðaustan 13-18 m/s með snjókomu á köflum vestast á landinu, fyrst á Vestfjörðum. 

Hiti verður 1 til 7 stig að deginum en næturfrost í innsveitum fyrir norðan og kólnar heldur annað kvöld.

Veðurvefur mbl.is

Helgarveðrið fylgir hér á eftir:

Á laugardag:
Norðlæg átt, víða 5-13 m/s og slydda eða snjókoma norðanlands en skýjað með köflum og úrkomulítið sunnan heiða. Hiti um og yfir frostmarki. 

Á sunnudag:
Norðaustan og austan 5-13 m/s og slydda eða rigning með á köflum norðan- og austanlands, annars þurrt og rofar til suðvestan til. Hiti 1 til 7 stig að deginum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert