Krapi og éljagangur á heiðavegum

Best að hafa varann á á ferð um heiðavegi landsins …
Best að hafa varann á á ferð um heiðavegi landsins í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á Suðvesturlandi eru vegir að mestu greiðfærir en krapi og éljagangur er á Hellisheiði en snjóþekja og éljagangur á Mosfellsheiði og Kjósarskarði, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Á Vesturlandi eru hálkublettir við Baulu og upp í Norðurárdal, krapi er á Bröttubrekku en snjóþekja og éljagangur á Holtavörðuheiði aðrar leiðir eru greiðfærar.

Á Vestfjörðum er eitthvað um hálkublettir eða snjóþekju á fjallvegum en greiðfært á láglendi. Dynjandisheiði er ófær vegna aurbleytu og óvíst með dagsetningu opnunar.

Á Norðurlandi er krapi á Vatnsskarði en snjóþekja á Öxnadalsheiði, hálka er á Mývatnsheiði og Mývatnsöræfum. Aðrir vegir eru greiðfærir.

Á Austurlandi eru hálkublettir á Fjarðarheiði og Fagradal aðrir vegir eru auðir.

Á Suður- og Suðausturlandi eru vegir greiðfærir.

Fræðarkort Vegagerðarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert