Safna fyrir listasafni á hjara veraldar

Listamaðurinn Samúel Jónsson við listagarð sinn árið 1965.
Listamaðurinn Samúel Jónsson við listagarð sinn árið 1965. Ljósmynd/Aðsend

Aðeins fjórtán dagar eru eftir í söfnun Félags um Listasafn Samúels í Selárdal. Söfnuninni lýkur á miðnætti þann 4. apríl og vantar um 33% upp á það fjármagn sem þarf fyrir næsta áfanga í endurreisn þessa einstaka safns á hjara veraldar.

Sólveig Ólafsdóttir, ein aðstandenda félagsins, segir í samtali við mbl.is alla endurgerð hafa verið gerða í sjálfboðavinnu. Næsti byggði bær er í 25 kílómetra fjarlægð á Bíldudal og nauðsynlegt sé að koma upp góðri aðstöðu fyrir sjálfboðaliðana. 

Hún segir að á góðum degi komi um 100-200 manns í heimsókn í dalinn. „Það er stöðug umferð yfir sumartímann.“

Í húsinu á að koma upp aðstöðu fyrir gesti, veitingar ...
Í húsinu á að koma upp aðstöðu fyrir gesti, veitingar og búð. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig bregst fólk við listasafni á þessum stað?

„Útlendingar þeir trúa ekki sínum eigin augum. En Íslendingarnir vita flestir af þessu, hafa séð myndir og annað. Þetta er samt ótrúleg upplifun“ segir Sólveig. Sjálf er hún alin upp í dalnum að hálfu leyti. Bæði faðir hennar og afi voru þar með búskap. 

Björguðu listaverkum frá eyðileggingu

Safnið í Selárdal er um verk listamannsins Samúels Jónssonar sem lést 1969. Byggingar Samúels og höggmyndagarður voru hans síðustu verk, en tuttugu ár eru liðin síðan félag um endurreisn safnsins var stofnað, og staðnum verið breytt í safn sem félagið hefur umsjón með.

Á þessu tímabili hefur tekist að bjarga styttunum og stóru byggingunum í garði listamannsins frá algerri eyðilegginguÞað hefur tekið níu ár að gera gamla íbúðarhús Samúels fokhelt en þar verður nauðsynleg aðstaða á staðnum til að hægt sé að sinna uppbyggingarstarfinu.  

Safna fyrir endurreisninni

Þegar hafa safnast um 1,6 milljónir króna, en enn vantar um 900.000 krónur. upp á að takmarkinu sé náð og styrkurinn fáist úr Karolina Fund. Það er því mikið í húfi fyrir félagið að ná þessu marki svo hægt verði að koma húsi Samúels í Selárdal í notkun á 20 ára afmæli endurreisnar safnsins nú í sumar. 

Í húsinu verður aðstaða fyrir gesti, veitingar og búð. Hægt er að styðja söfnunina hér.  

Félag um Listasafn Samúels er áhugafélag og allur hagnaður starfseminnar rennur beint til verkefnisins. Stjórn félagsins stýrir verkefninu í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneytið sem er eigandi staðarins.

Sjálboðaliðar hafa unnið ötullega að endurgerð hússins.
Sjálboðaliðar hafa unnið ötullega að endurgerð hússins. Ljósmynd/Aðsend

Listamaðurinn með barnshjartað

Samúel hefur verið kallaður listamaðurinn með barnshjartað enda var hann alþýðumaður með stóra drauma sem margir hverjir urðu ljóslifandi í listagarði hans í Selárdal. Öll verk Samúels bera honum fagurt vitni og var hann víða þekktur fyrir hæfileika sína. Hans er þó hvergi getið í ritum um íslenska listasögu.

Hann málaði fjölmörg olíumálverk og landslagsmyndir sem hann rammaði inn sjálfur. Hann gerði sér högglistagarð, skar út í tré og gerði einnig líkön. Þessi líkön voru gerð úr hundruðum ef ekki þúsundum smáhluta og því að bak margar vinnustundir, þolinmæði og sköpunargleði. 

Félagið segir Listaverk Samúels alþýðuminjar sem eigi engar sínar líkar annarsstaðar á landinu. Náttúruöflin í Selárdal höfðu leikið þær grátt þegar endurreisn listaverkanna var hrundið af stað og félag um það verkefni var stofnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Reynt að minnka framúrkeyrslu í S-Mjódd

08:35 Heildarkostnaður við uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæði ÍR í Suður-Mjódd er að óbreyttu áætlaður um 2.333 milljónir króna á verðlagi í október 2018. Er það hækkun kostnaðaráætlunar upp á 314 milljónir króna. Meira »

ÍAV lægstir í breikkun Suðurlandsvegar

07:57 Íslenskir aðalverktakar eiga lægsta tilboð í fyrsta áfanga breikkunar og lagningu nýs Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Tilboð fyrirtækisins hljóðar upp á 1.361 milljón kr. sem er 111 milljónum kr. yfir áætlun Vegagerðarinnar. Tilboðið var tæplega 9% yfir áætlun. Meira »

Guðni stefnir á flug milli lands og Eyja

07:37 Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur lagt til breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins til að hægt sé að koma upp flugbraut á bænum Guðnastöðum í Landeyjum. Tillaga þessi er í umsagnarferli fram að jólum. Meira »

Slydda og snjókoma á morgun

07:03 Spáð er austan- og norðaustangolu eða -kalda í dag. Víða verður dálítil rigning eða slydda en þurrt að kalla vestanlands. Hiti 0 til 5 stig. Meira »

Olli slysi í vímu

05:49 Ökumaður sem var undir áhrifum vímuefna ók yfir á rauðu ljósi á Höfðabakkabrú í nótt með þeim afleiðingum að hann lenti í árekstri við aðra bifreið. Báðir ökumennirnir voru fluttir á Landspítalann til aðhlynningar eftir slysið. Meira »

Byggingarréttargjald þungur baggi

05:30 „Mér finnst þetta í raun vera ákall til borgarinnar. Það er hins vegar ekki brugðist við því, gefið í skyn að þetta sé villandi og ég fæ ekki betur séð en að þessu bréfi sé enn ósvarað,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, við Morgunblaðið. Meira »

Franskur ferðarisi umsvifamikill í Leifsstöð

05:30 Lagardère Travel Retail er stærsti veitingastaður landsins á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki.  Meira »

Fleiri erlendir ríkisborgarar við vinnu

05:30 Atvinnulausum fjölgaði um 769 í október, miðað við sama mánuð á síðasta ári. Á sama tíma fjölgar atvinnuleyfum sem Vinnumálastofnun veitir erlendum ríkisborgurum. Meira »

Birta samninginn við Arion banka

05:30 Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins hefur ákveðið að birta í heild sinni á vef sjóðsins samning við Arion banka um rekstur og eignastýringu. Meira »

Vissu ekki af kæru Seðlabankans í 3 ár

05:30 Eftir að hafa verið í rannsókn hjá Seðlabankanum kærði bankinn framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar og stjórn fyrirtækisins til embættis Ríkislögreglustjóra árið 2011. Fyrirtækið vissi hins vegar ekki af kærunni í þrjú ár. Meira »

Mikil fjölgun dauðsfalla ungra

05:30 „Það er erfitt að horfa upp á þessa aukningu,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, en dauðsföllum hjá yngri sjúklingum hefur fjölgað mikið síðustu misseri. Meira »

Borga fyrst, borða svo

05:30 Jólahlaðborð byrja á veitingahúsunum VOX og Satt um næstu helgi og helgina þar á eftir koma jólamatseðlar á veitingahúsunum Geira Smart og Slippbarnum. Meira »

Vilja hafna þriðja orkupakka ESB

Í gær, 23:06 Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjavík telur að ástæða sé til að að hafna þriðja orkupakka ESB og að leita þurfi allra leiða til að verja íslenskan landbúnað fyrir hættum sem stafa af óheftum innflutningi. Meira »

Hringsólaði í klukkutíma

Í gær, 21:53 Farþegaþotu Icelandair sem var á leiðinni til San Francisco í Bandaríkjum var snúið við skömmu eftir að hún tók á loft frá Keflavíkurflugvelli síðdegis vegna bilunar í hreyfli. Meira »

Opna nýjan sjávarklasa í Seattle

Í gær, 21:45 Nýr systurklasi Sjávarklasans verður formlega stofnaður í húsakynnum Marel í Seattle á morgun. Í forsvari fyrir klasann verður Lára Hrönn Pétursdóttir sjávarútvegsfræðingur sem hefur meðal annars gegnt störfum skipstjóra, stýrimanns og háseta. Meira »

Milljónir séð auglýsingu fyrir au-pair

Í gær, 21:37 María og Jesper eru búsett á Eskifirði og eiga sex ára tvíbura. Þau hafa tvisvar verið með au-pair, en eftir að hafa auglýst eftir danskri au-pair á Facebook hefur þeim borist á sjöunda tug umsókna og hefur auglýsingunni verið deilt yfir 7.500 sinnum. Meira »

Fjórir skiptu með sér 45 milljónum

Í gær, 20:43 Fjórir heppnir miðaeigendur skiptu með sér 45 milljóna króna fyrsta vinningi í nóvemberútdrætti Happdrættis Háskólans en dregið var í kvöld. Meira »

20% fjölgun fólks á biðlistum

Í gær, 20:31 Biðlistar eftir hjúkrunarrýmum hafa lengst og í september biðu að meðaltali 411 einstaklingar eftir slíkum rýmum. Í september í fyrra biðu að meðaltali 342 og nemur fjölgunin á landsvísu 20%. Meira »

Orðlaus yfir tillögu fjárlaganefndar

Í gær, 20:22 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segist vera orðlaus yfir tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um að lækka framlög til öryrkja um 1.100 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Meira »
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á á lager , góðar vélar 58 hp (43,3 kw) með gír og mælaborði og tilheyrand...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Snjómokstur og Söltun GÍH
Vetrarþjónusta allan sólarhringinn. Vöktun í boði fyrir fyrirtæki og húsfélög. H...