Ölvuð með börnin í bílnum

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Í gærkvöldi stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíl á Höfðabakka í Reykjavík. Ökumaðurinn var ung kona og var hún handtekin grunuð um ölvun við akstur og ítrekaðan akstur án ökuréttinda þar sem hún hafði verið svipt þeim réttindum sínum.

Í bifreiðinni voru einnig tvö börn konunnar, eins og þriggja ára að aldri. Aðstandandi konunnar kom á vettvang og tók við börnunum og bílnum.

Konan var laus úr haldi lögreglu að lokinni upplýsinga- og sýnatöku. Málið var tilkynnt til barnaverndar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert