Orkumál Íslands ekki mál ESB

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þegar að um svona mál er að ræða þá á Alþingi síðasta orðið. Það er sá fyrirvari sem menn gera í Evrópusamvinnunni að þeir hafa ekki að stjórnskipunarlögum heimild til þess að skuldbinda Ísland við samningaborðið úti í Brussel án aðkomu Alþingis.“

Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í dag í umræðum um landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um orkumál þar sem fram kemur meðal annars að flokkurinn hafni frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins, en þar var vísað til löggjafar frá sambandinu sem tekin var upp í EES-samninginn á síðasta ári en hefur ekki verið staðfest á Alþingi.

Löggjöfin kveður á um stofnun sérstakrar eftirlitsstofnunar á vegum Evrópusambandsins sem nefnd hefur verið ACER og ætlað er að sinna eftirliti með evrópskum orkumarkaði. Mikil umræða hefur verið um málið í Noregi. Mótmælafundir hafa farið fram og skiptar skoðanir eru um málið á meðal norskra stjórnmálaflokka og innan þeirra.

Stærri mál en virtist á yfirborðinu

Tilefni svarsins var fyrirspurn frá Þorsteini Víglundssyni, þingmanni Viðreisnar, sem óskaði eftir því við Bjarna að hann útskýrði ályktun landsfundar. Bjarni sagði málið mjög stórt sem virtist ekki á yfirborðinu varða íslenska raforkumarkaðinn mjög með beinum hætti þar sem boðvald fyrirhugaðrar eftirlitsstofnunar virkjaðist ekki fyrr en Ísland tengdist evrópska orkumarkaðinum, líkt og yrði með sæstreng, eins og Noregur gerði.

Spurður hvort Sjálfstæðisflokkurinn styddi aðild Íslands að EES-samningnum sagði Bjarni svo vitanlega vera. Hins vegar sagði hann þetta mál gott tilefni til þess að velta fyrir sér málum sem sneru að innri markaði Evrópusambandsins sem Ísland tengist í gegnum EES-samninginn. Spurði hann hvað Íslendingar hefðu með það að gera að ræða orkumál sín við sambandið úti í Brussel. Mál sem tengdust á engan hátt orkumarkaði þess. 

„Er það mál sem varðar innri markaðinn með beinum hætti þegar engin er tengingin? Eða treystum við okkur til þess að skipa endanlega þeim málum sem varða íslenskan raforkumarkað til lykta á okkar forsendum eins og Alþingi kýs? Þetta finnst mér vera spurningar sem eru mjög verðugar mikillar umræðu hérna í þinginu.“

„Eru það rök?

Það væri hins vegar annað mál og „mikið framtíðarmál“ hvaða regluverk ætti að taka við ef íslenski raforkumarkaðurinn yrði tengdur við hinn evrópska sem engin áform væru uppi um í dag. Við þær aðstæður væri eðlilegt að um einhvers konar samstarf yrði að ræða. Lýsti Bjarni furðu sinni á áhuga ákveðinna þingmanna á að komast undir boðvald samevrópskra stofnana líkt og í orkumálum.

„Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessara stofnana?“ spurði Bjarni. Fékk hann það svar frá Þorsteini að Ísland væri þegar undir slíku boðvaldi í gegnum EES-samninginn. „Eru það rök? Að þar sem Evrópusambandinu hefur þegar tekist að koma Íslandi undir einhverja samevrópska stofnun að þá sé ástæða til þess að ganga lengra?“ Var þar vísað til fjármálaeftirlits Evrópusambandsins.

„Mér finnst vera svo mikið grundvallaratriði hér að við skilgreinum hvað séu innrimarkaðsmál sem við viljum sinna sérstaklega undir EES-samningnum og hvað eru mál sem tengjast ekki beint innri markaðinum. Og hérna erum við með kristaltært dæmi um það. Þetta er raforkumál Íslands. Þetta er ekki innrimarkaðsmál.“

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Ræddu eflingu norræna velferðarkerfisins

17:23 Leiðtogar íhaldsflokka á Norðurlöndunum komu saman til fundar í Stokkhólmi í dag. Efling norræna velferðarkerfisins, endurbætur á norrænu samstarfi og efling þess, víðtækara og aukið samstarf við Eystrasaltsríkin, áhrif Brexit á samskipti Norðurlanda og Bretlands, auk helstu ógna sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir, var meðal þess sem rætt var á leiðtogafundinum. Meira »

Þjálfari ákærður fyrir kynferðisbrot

17:08 Karlmaður á Akureyri hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot í starfi sínu sem boccia-þjálfari, en málið hefur verið þrjá ár í rannsókn. Maðurinn var kærður til lögreglunnar fyrir að hafa brotið gegn þroskaskertri konu sem hann þjálfaði, en það var konan og móðir hennar sem kærðu manninn Meira »

Meta hæfi umsækjenda um stöðu aðstoðarseðlabankastjóra

17:04 Forsætisráðherra skipaði í dag þriggja manna hæfnisnefnd til að meta hæfni umsækjenda um embætti aðstoðarseðlabankastjóra. Meira »

Tóku ekki mið af íslenskum aðstæðum

16:20 „Ég hef fengið tölvupóst og símhringingar frá atvinnubílstjórum sem hafa verið á námskeiðum sem hafa verið haldin fimm helgar í röð. Hvert námskeið kostar um 20 þúsund krónur. Þetta var gert að lögum fyrir einhverjum árum, innleitt frá EES.“ Meira »

Leysa átti Sindra Þór úr haldi

15:54 „Viðkomandi maður mun ekki hafa verið álitinn hættulegur og því erfitt að sjá að þessi framgangur í málinu þjóni almannahagsmunum,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag þar sem hann gagnrýndi vinnubrögð lögregluyfirvalda í tengslum við mál Sindra Þórs Stefánssonar. Meira »

Sömu inntökuskilyrði á Norðurlöndum

15:51 Menntamálaráðherrar Norðurlandanna undirrituðu í Stokkhólmi í dag framlengingu samnings um jafnan aðgang að háskólum um þrjú ár. Norðurlöndin skuldbinda sig til þess að veita umsækjendum sem búsettir eru á Norðurlöndunum inngöngu að opinberum menntastofnunum á háskólastigi með sömu skilyrðum. Meira »

Eva Björk oddviti sjálfstæðismanna

15:47 Eva Björk Harðardóttir verður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestur-Skaftafellssýslu í sveitastjórnarkosningunum í vor. Samþykkti fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Vestur-Skaftafellssýslu framboðslistann einróma á fundi sínum. Meira »

Vilja gera sérstakan samning við kennara

15:50 Viðreisn ætlar að bregðast við flótta úr kennarastéttinni með því að gera sérstakan kjarasamning við kennara Reykjavíkurborgar. Þetta var meðal þess sem kom fram þegar stefna Viðreisnar í Reykjavík fyrir sveitastjórnarkosningar var kynnt í dag. Meira »

„Ég er að hugsa um börnin okkar“

15:45 „Ég kalla eftir því að við gerum eitthvað róttækt í máli unga fólksins, í máli fíklanna okkar, áður en við leggjumst á sólarströnd í sumarfrí,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þingsins þar sem hún gerði að umtalsefni sínu málefni ungs fólks sem ættu við fíkniefnavanda að stríða. Meira »

Innbrotum í heimahús fækkar um 48%

15:23 Beiðnir um leit að týndum börnum hafa verið um 53% fleiri það sem af er þessu ári þegar miðað er við meðaltal á sama tímabili árin þrjú þar á undan. Tilkynningum um innbrot í heimahús fækkaði hins vegar um 48% milli mánaða. Meira »

Elding fékk Kuðunginn

15:12 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, veitti Eldingu hvalaskoðun verðlaunagripinn Kuðunginn í dag. Í tilkynningu frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu kemur fram að fyrirtækið hafi hlotið viðurkenninguna fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Meira »

Fengu styrk vegna vísindaverkefna

15:08 Brynja Ingadóttir hjúkrunarfræðingur og Einar Stefánsson læknir fengu eina og hálfa milljón króna hvort í styrk úr Minningargjafasjóði Landspítala Íslands fyrir vísindaverkefni sín. Styrkirnir voru afhentir á Vísindum á vordögum. Meira »

Mikið verk fyrir höndum í Perlunni

14:36 Slökkviliðsmenn vinna nú að frágangi í Perlunni eftir að eldur kom upp í húsinu síðdegis í gær. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði er mikið verk eftir óunnið. Meira »

„Komið að skuldadögum“

14:11 „Það hefur legið fyrir um árabil að höfuðborgin stendur veikast og nú er komið að skuldadögunum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kveðst vona að borgin fái sem mest af rýmunum 240 sem byggja á. Meira »

Aukin framlög vegna ástandsins í Sýrlandi

12:27 Ákveðið hefur verið að bæta 75 milljónum á næstu tveimur árum við framlög Íslands við þær 800 milljónir sem áður hafði verið heitið vegna ástandsins í Sýrlandi.Á fyrstu ráðstefnunni um málefni Sýrlands í fyrravor tilkynnti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra að árlegt framlag Íslands yrði 200 milljónir króna á ári fram til ársins 2020. Meira »

Streymi frá fundi Viðreisnar

14:25 Viðreisn í Reykja­vík kynn­ir stefnu­mál­in sín fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar í Reykja­vík í höfuðstöðvum Viðreisnar, Ármúla 42, í dag. Meira »

Nafn mannsins sem lést í gær

12:58 Maðurinn sem lést á göngu í Heimakletti í Vestmannaeyjum í gær hét Sigurlás Þorleifsson. Hann var skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja undanfarin fimm ár, en hafði starfað við skólann í fjöldamörg ár, bæði sem kennari og aðstoðarskólastjóri í Hamarsskóla. Meira »

Gerði athugasemd við handtöku Sindra

12:26 Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar í Hollandi, Michiel M. Kuyp, segir í samtali við mbl.is að Sindri vilji snúa aftur til Íslands og að hann gruni að íslenska lögreglan hafi ólöglega ellt hann uppi í Amsterdam. Meira »
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Handsmíðuð hringapör úr silfri með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð. ...
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilboð - útboð
Tillaga að nýju deiliskipulagi í...
Ráðstefna
Fundir - mannfagnaðir
Félag löggiltra endurskoðenda ENDURSK...
Rafvirki óskast
Önnur störf
Rafvirki óskast Óskum eftir rafvirkja ...