Samskiptavandi getur orðið að einelti

Samskiptavandi á vinnustað getur þróast út í einelti ef ekkert ...
Samskiptavandi á vinnustað getur þróast út í einelti ef ekkert er að gert. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Tæplega 30 prósent starfsmanna borgarinnar hafa orðið vitni að fordómum eða skorti á virðingu í garð samstarfsfélaga. Í langflestum tilfellum, eða um 50 prósent, var um að ræða fordóma í garð fólks af erlendum uppruna. Í 24 prósent tilfella var um að ræða fordóma eða skort á virðingu vegna heilsufars viðkomandi.

Þetta kemur fram í nýrri viðhorfskönnun sem lögð var fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar. Svarhlutfallið var um 60 prósent, eða um 5.000 svör. 73 prósent konur og 27 prósent karlar. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á opnum fundi Reykjavíkur borgar um málefni #metoo sem fór fram í Ráðhúsinu í morgun.

Niðurstöður sömu könnunar sýndu að 5,7 prósent svarenda, eða 260 starfsmenn, höfðu orðið fyrir einhvers konar áreitni af hálfu samstarfsfélaga á síðustu 12 mánuðum. Áreitni með orðum var algengust en um 5,8 prósent úr þeim hópi höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni.

3,7 prósent höfðu orðið fyrir einelti af hálfu samstarfsfélaga eða 169 starfsmenn. Útilokun var algengust. Þar á eftir kom illt umtal og niðurlæging.

Skoðanaágreiningur er ekki einelti

Ragnhildur Ísaksdóttir, starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar, sagði í erindi sínu á fundinum að mikilvægt væri að skoða heildarmyndina þegar kemur að einelti, áreitni eða annars konar ofbeldi á vinnustöðum. Sagði hún Reykjavíkurborg hafa tekið skýra afstöðu gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og annars konar ofbeldi.

Ragnhildur sagði mikilvægt að hafa í huga að það sem byrjar sem samskiptavandi á vinnustað getur orðið að einelti. Það þyrfti þó að hafa í huga að skoðanaágreiningur fellur ekki undir einelti, hvort sem hann snýr að vinnu eða einkalífi.

Hún kom inn á tvær birtingarmyndir starfstengds eineltis. Hótanir um það sem gæti gerst ef fólk gerði mistök. Þar sem markvisst væri unnið að því að útiloka starfsmanninn. Hann væri kannski undir sérstöku eftirliti og beðið væri eftir því að hann gerði mistök. Þá  er félagsleg útskúfun og særandi framkoma. Þar sem hópurinn eða einstaklingar taka einn fyrir og gera grín á kostnað þessa aðila.

„Einhver gæti sagt: „má ekki grínast?“ Jú, húmor getur haft jákvæð áhrif en það má ekki vera á kostnað annarra.ׅ“

Eitt tilfelli nóg af kynferðislegri áreitni

Ragnhildur sagði orðin „endurtekið“ og  „ítrekað“ vera lykilorð þegar kemur að einelti. Eitthvað sem gerist einu sinni eða tvisvar flokkist ekki undir einelti. Hins vegar þurfi kynferðisleg áreitni ekki að vera endurtekin til að hún teljist sem áreitni. Eitt tilfelli er nóg.

Hún sagði hegðunina geta verið líkamlega, táknræna eða orðbundna, en hún væri alltaf í óþökk þess sem fyrir henni yrði. Benti hún jafnframt á að upplifun fólks væri ekki alltaf sú sama, en það væri upplifunin sem skipti máli.

Ragnhildur sagði stjórnendur á vinnustöðum bera gífurlega ábyrgð. Það væri hans að skipuleggja vinnuumhverfið þannig að það væri gott fyrir alla. Sýna gott fordæmi og koma fram af virðingu. Þá væri mikilvægt að stjórnandi gripi strax inn þegar samskiptavandi kæmi upp. Lítill vandi gæti fljótt orðið stór ef ekkert væri að gert.

Hjá Reykjavíkurborg starfa 11 eineltis- og áreitniteymi, en þeirra hlutverk er meðal annars að upplýsa fólk um stefnu og viðbragðsáætlun, upplýsa um úrræði, taka á móti kvörtunum og koma þeim í réttan farveg. Stundum rannsaka teymin sjálf þau mál sem koma upp en stundum eru aðilum utanhúss falin mál, þá oftast sálfræðingum.

mbl.is

Innlent »

Greint frá komu Kjærsgaard í apríl

11:30 „Pia Kjærsgaard mun flytja sérstakt ávarp á Þingvallafundi og kveðju dönsku þjóðarinnar á fullveldisári Íslands.“ Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Alþingis frá 20. apríl en daginn áður funduðu Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Kjærsgaard. Meira »

Fundur ríkis og ljósmæðra hafinn

10:50 Samningafundur ljósmæðra og ríkisins hófst klukkan 10:30 í húsnæði ríkissáttasemjara. Báðar samninganefndir gáfu það út fyrir fundinn að þær hefðu ekki lagt fram nýjar tillögur og því er óljóst hvaða umræður standa þar yfir. Meira »

Nýja kerfið „hefði getað gengið betur“

10:32 Forsvarsmenn tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice segja nýtt fyrirkomulag snertilausra armbanda, sem tónleikagestir millifærðu inn á og borguðu með á hátíðinni, hafa mátt ganga betur. Tónleikagestir fengu 14 daga frest eftir að hátíðinni lauk til að fá greiddan út afgang þess sem þeir lögðu inn. Meira »

Landsréttur hafnar beiðni um matsmenn

10:30 Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóm­s Reykja­vík­ur, sem hafnað í vor beiðni Valitors um dóm­kvaðningu tveggja mats­manna í máli fyr­ir­tækj­anna Datacell og Suns­hine Press Producti­ons (SPP), sem er íslenskt dótturfyrirtæki Wikileaks, gegn Valitor. Meira »

Minni en meðalumferð um helgar

10:21 „Umferð um Þingvallaveg reyndist rétt yfir meðaltali, á hátíðarfundi Alþingis. Um 273 bílum meira fór um heiðina.“ Þetta kemur fram á Twitter-síðu Vegagerðarinnar en umferð um Mosfellsheiði í gær var minni en meðalumferð um helgar í júní og júlí. Meira »

Andlát: Áslaug Ragnars

09:43 Áslaug Ragnars, blaðamaður og rithöfundur, lést í gærmorgun eftir erfið veikindi, 75 ára að aldri. Áslaug fæddist í Reykjavík 23. apríl 1943. Hún var elst fimm systkina, góðum gáfum gædd og listhneigð. Meira »

20 vilja stýra Grindavíkurbæ

09:25 Alls bárust tuttugu umsóknir um stöðu bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, en umsóknarfrestur um starfið var til 11. júlí.   Meira »

Pia hæstánægð með Íslandsför

09:09 Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segir mikinn heiður að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í hátíðarþingfundinum á Þingvöllum í gær. Þetta kemur fram í færslu sem hún birtir á Facebook. Meira »

Skrifstofur Landspítala mögulega í Skaftahlíð

09:00 Ríkiskaup fyrir hönd ríkissjóðs auglýstu í júní síðastliðnum eftir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu fyrir skrifstofur Landspítalans. Eitt tilboð barst og var það frá fasteignafélaginu Reitum. Meira »

Flogið norður með tvær óléttar

08:55 Nóttin gekk ágætlega á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri, að sögn Eddu Guðrúnar Kristjánsdóttur ljósmóður. Tvær ljósmæður eru jafnan á næturvakt á Sjúkrahúsinu á Akureyri og svo var einnig í nótt. Tvær óléttar konur hafa verið sendar með flugi norður af Landspítalanum í Reykjavík vegna álags þar. Meira »

Tveir sólardagar í fyrsta sinn síðan í apríl

08:15 Eftir langan rigningarkafla brá svo við að Reykvíkingar fengu tvo sólardaga í röð í byrjun vikunnar. Slíkt gerðist síðast í apríl, eða fyrir þremur mánuðum. Meira »

Fyrirliði er mikilvægur í sambandi

06:30 Áslaug Kristjáns kynfræðingur ræddi fótbolta og kynlíf í síðdeginu á K100. Líkt og í fótbolta þarf gott lið að hafa liðstjóra og fyrirliða að sögn Áslaugar, sem segir fyrirliðahlutverkið mikilvægt í sambandinu svo parið verði ekki sundurleit heild sem vinnur ekki leikinn. Meira »

Datt á palli í Ingólfsstræti

06:06 Um hálfáttaleytið í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um slys við Ingólfsstræti.  Meira »

Handteknir í Hafnarfirði

06:03 Þrír menn voru handteknir í Hafnarfirði síðdegis í gær.   Meira »

Lægð sendir okkur dótturlægð

05:56 Eftir hádegi í dag má búast við sólarglætu sunnan- og vestanlands. „Eins og við er að búast stendur góðviðrið stutt því næsta lægð er í startholunum við Labrador,“ segir veðurfræðingur. Meira »

Hefði vel getað sprungið

05:30 Fallbyssukúlan sem fannst í Mosfellsbæ laust eftir hádegi í gær kom á land í gegnum sanddæluskip og þykir ótrúlegt að hún hafi ekki sprungið einhvers staðar á leiðinni úr sjó og þangað sem hún endaði. Meira »

Metfjöldi hundrað ára og eldri

05:30 „Í júnímánuði var sett met þegar fjöldi hundrað ára og eldri á lífi fór í fyrsta sinn yfir fimmtíu. Nú eru þeir 53, 15 karlar og 38 konur.“ Þetta segir Jónas Ragnarsson í innsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Leg látinna grædd í ófrjóar konur

05:30 Íslenskur kvensjúkdómalæknir, Jón Ívar Einarsson, var hluti af teymi lækna á Indlandi sem græddu leg úr gjafa í ófrjóa konu í sjaldgæfri skurðaðgerð. Meira »

Arkitekt að eigin lífi

Í gær, 23:00 „Gríman er fallin“, sagði Svava Björk Hjaltalín arkitekt í Magasíninu þegar hún lýsti árangrinum af þeirri sjálfsvinnu sem hún hefur verið í undanfarin ár eftir ofbeldi. Á dögunum birti hún færslu þar sem hún lýsti því hvernig eitt takmark af nokkrum hefði náðst og nú væru sex mánuðir eftir. Meira »
Citroen C8 2006 Tilboð
Þessi er einstaklega vel með farinn og alla tíð vel viðhaldið. Þetta er frábær 7...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...