Samskiptavandi getur orðið að einelti

Samskiptavandi á vinnustað getur þróast út í einelti ef ekkert ...
Samskiptavandi á vinnustað getur þróast út í einelti ef ekkert er að gert. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Tæplega 30 prósent starfsmanna borgarinnar hafa orðið vitni að fordómum eða skorti á virðingu í garð samstarfsfélaga. Í langflestum tilfellum, eða um 50 prósent, var um að ræða fordóma í garð fólks af erlendum uppruna. Í 24 prósent tilfella var um að ræða fordóma eða skort á virðingu vegna heilsufars viðkomandi.

Þetta kemur fram í nýrri viðhorfskönnun sem lögð var fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar. Svarhlutfallið var um 60 prósent, eða um 5.000 svör. 73 prósent konur og 27 prósent karlar. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á opnum fundi Reykjavíkur borgar um málefni #metoo sem fór fram í Ráðhúsinu í morgun.

Niðurstöður sömu könnunar sýndu að 5,7 prósent svarenda, eða 260 starfsmenn, höfðu orðið fyrir einhvers konar áreitni af hálfu samstarfsfélaga á síðustu 12 mánuðum. Áreitni með orðum var algengust en um 5,8 prósent úr þeim hópi höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni.

3,7 prósent höfðu orðið fyrir einelti af hálfu samstarfsfélaga eða 169 starfsmenn. Útilokun var algengust. Þar á eftir kom illt umtal og niðurlæging.

Skoðanaágreiningur er ekki einelti

Ragnhildur Ísaksdóttir, starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar, sagði í erindi sínu á fundinum að mikilvægt væri að skoða heildarmyndina þegar kemur að einelti, áreitni eða annars konar ofbeldi á vinnustöðum. Sagði hún Reykjavíkurborg hafa tekið skýra afstöðu gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og annars konar ofbeldi.

Ragnhildur sagði mikilvægt að hafa í huga að það sem byrjar sem samskiptavandi á vinnustað getur orðið að einelti. Það þyrfti þó að hafa í huga að skoðanaágreiningur fellur ekki undir einelti, hvort sem hann snýr að vinnu eða einkalífi.

Hún kom inn á tvær birtingarmyndir starfstengds eineltis. Hótanir um það sem gæti gerst ef fólk gerði mistök. Þar sem markvisst væri unnið að því að útiloka starfsmanninn. Hann væri kannski undir sérstöku eftirliti og beðið væri eftir því að hann gerði mistök. Þá  er félagsleg útskúfun og særandi framkoma. Þar sem hópurinn eða einstaklingar taka einn fyrir og gera grín á kostnað þessa aðila.

„Einhver gæti sagt: „má ekki grínast?“ Jú, húmor getur haft jákvæð áhrif en það má ekki vera á kostnað annarra.ׅ“

Eitt tilfelli nóg af kynferðislegri áreitni

Ragnhildur sagði orðin „endurtekið“ og  „ítrekað“ vera lykilorð þegar kemur að einelti. Eitthvað sem gerist einu sinni eða tvisvar flokkist ekki undir einelti. Hins vegar þurfi kynferðisleg áreitni ekki að vera endurtekin til að hún teljist sem áreitni. Eitt tilfelli er nóg.

Hún sagði hegðunina geta verið líkamlega, táknræna eða orðbundna, en hún væri alltaf í óþökk þess sem fyrir henni yrði. Benti hún jafnframt á að upplifun fólks væri ekki alltaf sú sama, en það væri upplifunin sem skipti máli.

Ragnhildur sagði stjórnendur á vinnustöðum bera gífurlega ábyrgð. Það væri hans að skipuleggja vinnuumhverfið þannig að það væri gott fyrir alla. Sýna gott fordæmi og koma fram af virðingu. Þá væri mikilvægt að stjórnandi gripi strax inn þegar samskiptavandi kæmi upp. Lítill vandi gæti fljótt orðið stór ef ekkert væri að gert.

Hjá Reykjavíkurborg starfa 11 eineltis- og áreitniteymi, en þeirra hlutverk er meðal annars að upplýsa fólk um stefnu og viðbragðsáætlun, upplýsa um úrræði, taka á móti kvörtunum og koma þeim í réttan farveg. Stundum rannsaka teymin sjálf þau mál sem koma upp en stundum eru aðilum utanhúss falin mál, þá oftast sálfræðingum.

mbl.is

Innlent »

Euro Market-rannsóknin á lokametrunum

11:50 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á svo nefndu Euro Market-máli er nú á lokametrunum að sögn Margeirs Sveinssonar yfirlögregluþjóns. „Það er verið að klára það,“ segir Margeir. „Það fer til héraðssaksóknara á næstunni.“ Meira »

Styrkja útgáfu 55 verka

11:38 Miðstöð íslenskra bókmennta hefur nú úthlutað 30 milljónum króna í útgáfustyrki til 55 verka og það er hækkun um 6,5 milljónir króna milli ára. Alls bárust 93 umsóknir og sótt var um ríflega 90 milljónir króna. Meira »

Guðmundur Helgi nýr formaður VM

11:26 Guðmundur Helgi Þórarinsson var í gær kjörinn formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) með 51,50% atkvæða.  Meira »

Mynduðu kross á Heimakletti

11:18 Um fjörutíu núverandi og fyrrverandi nemendur Grunnskólans í Vestmannaeyjum gengu upp á Heimaklett í gærkvöldi og tendruðu ljós til minningar um Sigurlás Þorleifsson, skólastjóra skólans, sem varð bráðkvaddur í göngu á Heimakletti síðastliðið þriðjudagskvöld. Meira »

Laxeldið mikilvægasta málið

11:15 Fiskeldi við Ísafjarðardjúp, sálfræðiþjónusta, samgöngur og íþrótta- og tómstundamál eru ofarlega í huga menntaskólanemanna Hákons Ernis Hrafnssonar og Kristínar Helgu Hagbarðsdóttur fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Meira »

Hvað langar mig að læra?

11:10 „Það er mjög mikið af köttum í Reykjavík, ég hef tekið eftir því,“ segir bandaríski spennusagnahöfundurinn Dan Brown brosandi þegar hann snýr til baka úr gönguferð um miðborgina. Og hann bætir við að kettirnir séu vinalegir. Meira »

Rannsókn Skáksambandsmálsins enn í gangi

10:40 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur enn að því að afla gagna í Skáksambandsmálinu svo kallaða. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Meira »

Fékk aðsvif í miðri sýningu

10:56 Leiksýningin Fólk, staðir og hlutir var stöðvuð eftir um hálftíma í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi eftir að einn af leikurunum, Björn Thors, fékk skyndilegt aðsvif uppi á sviði. Að sögn Kristínar Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra var Björn fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir rannsóknir. Meira »

Stór dagur fyrir Landspítalann

10:32 Í morgun birtist auglýsing um útboð á framkvæmdum við nýja Landspítalann við Hringbraut. Þar eru boðaðar miklar framkvæmdir, m.a. uprif gatna, göng undir Snorrabraut og fleira. Meira »

Ákærður fyrir að slá mann með kaffibolla

10:17 Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa í sumarbústað í ágúst árið 2015 slegið annan mann með kaffibolla og veitt honum högg í andlitið. Meira »

Ákærð fyrir fljótandi kókaín

10:06 Portúgölsk kona hefur verið ákærð af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa flutt 2.100 ml af vökva sem innihélt kókaín til landsins í lok síðasta árs. Var styrkleiki blöndunnar 51% og var kókaínið ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni að því er fram kemur í ákæru málsins. Meira »

Má ekki svara Heimi Hallgríms

09:40 Um mánaðamótin hækka sektir verulega og þeir sem nota síma, án handfrjáls búnaðar, gætu þurft að borga 40 þúsund krónur í sekt. Meira »

Bergur Ebbi og Ólafur Stefánsson í stjórn UN Women

09:36 Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur, ljóðskáld og ritgerðasmiður, og Ólafur Stefánsson, „hjartisti“ og frumkvöðull, voru kjörnir nýir inn í stjórn UN Women á Íslandi í gær. Meira »

Fyrsta konan sem verður alþjóðaforseti Lions

08:18 Íslenskir Lionsmenn heiðruðu Guðrúnu Björtu Yngvadóttur í Hörpunni í gær í tilefni af því að hún verður kjörin alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar. Meira »

Útboð á framkvæmdum við nýjan spítala

08:07 Nýr Landspítali ohf. hefur auglýst útboð, í samstarfi við Ríkiskaup og Framkvæmdasýslu ríkisins, vegna framkvæmda við Hringbrautarverkefnið. Um er að ræða framkvæmdir vegna jarðvinnu fyrir meðferðarkjarnann, götur, göngustíga, bílastæði og annan lóðafrágang, ásamt fyrirhuguðum bílakjallara. Meira »

Allir geta grætt á náttúruvernd

08:45 „Við Íslendingar erum enn fastir í þeim hugmyndum að ekki sé hægt að vernda svæði öðruvísi en að þar megi þá ekkert gera nema að anda,“ segir Sigurður Gísli Pálmason, stofnandi samtakanna Hrífandi sem standa fyrir ráðstefnu um verndarsvæði og þróun byggðar á morgun. Meira »

Verða að vinna stóru málin

08:11 Það kom Sigríði Ó. Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, alls ekki á óvart að heyra að í samtölum blaðamanns við Vestfirðinga um stærstu málin fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefðu mál sem fremur heyra undir ríkisvaldið en sveitarfélögin ítrekað verið nefnd. Meira »

Nýr fjölskylduvefur á mbl.is

07:57 Í dag verður hleypt af stokkunum nýjum undirvef mbl.is, með nafnið Fjölskyldan. Vefurinn verður í umsjá Dóru Magnúsdóttur fjölmiðlafræðings, en hún starfaði á árum áður á fréttadeild Morgunblaðsins. Meira »