Samskiptavandi getur orðið að einelti

Samskiptavandi á vinnustað getur þróast út í einelti ef ekkert ...
Samskiptavandi á vinnustað getur þróast út í einelti ef ekkert er að gert. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Tæplega 30 prósent starfsmanna borgarinnar hafa orðið vitni að fordómum eða skorti á virðingu í garð samstarfsfélaga. Í langflestum tilfellum, eða um 50 prósent, var um að ræða fordóma í garð fólks af erlendum uppruna. Í 24 prósent tilfella var um að ræða fordóma eða skort á virðingu vegna heilsufars viðkomandi.

Þetta kemur fram í nýrri viðhorfskönnun sem lögð var fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar. Svarhlutfallið var um 60 prósent, eða um 5.000 svör. 73 prósent konur og 27 prósent karlar. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á opnum fundi Reykjavíkur borgar um málefni #metoo sem fór fram í Ráðhúsinu í morgun.

Niðurstöður sömu könnunar sýndu að 5,7 prósent svarenda, eða 260 starfsmenn, höfðu orðið fyrir einhvers konar áreitni af hálfu samstarfsfélaga á síðustu 12 mánuðum. Áreitni með orðum var algengust en um 5,8 prósent úr þeim hópi höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni.

3,7 prósent höfðu orðið fyrir einelti af hálfu samstarfsfélaga eða 169 starfsmenn. Útilokun var algengust. Þar á eftir kom illt umtal og niðurlæging.

Skoðanaágreiningur er ekki einelti

Ragnhildur Ísaksdóttir, starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar, sagði í erindi sínu á fundinum að mikilvægt væri að skoða heildarmyndina þegar kemur að einelti, áreitni eða annars konar ofbeldi á vinnustöðum. Sagði hún Reykjavíkurborg hafa tekið skýra afstöðu gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og annars konar ofbeldi.

Ragnhildur sagði mikilvægt að hafa í huga að það sem byrjar sem samskiptavandi á vinnustað getur orðið að einelti. Það þyrfti þó að hafa í huga að skoðanaágreiningur fellur ekki undir einelti, hvort sem hann snýr að vinnu eða einkalífi.

Hún kom inn á tvær birtingarmyndir starfstengds eineltis. Hótanir um það sem gæti gerst ef fólk gerði mistök. Þar sem markvisst væri unnið að því að útiloka starfsmanninn. Hann væri kannski undir sérstöku eftirliti og beðið væri eftir því að hann gerði mistök. Þá  er félagsleg útskúfun og særandi framkoma. Þar sem hópurinn eða einstaklingar taka einn fyrir og gera grín á kostnað þessa aðila.

„Einhver gæti sagt: „má ekki grínast?“ Jú, húmor getur haft jákvæð áhrif en það má ekki vera á kostnað annarra.ׅ“

Eitt tilfelli nóg af kynferðislegri áreitni

Ragnhildur sagði orðin „endurtekið“ og  „ítrekað“ vera lykilorð þegar kemur að einelti. Eitthvað sem gerist einu sinni eða tvisvar flokkist ekki undir einelti. Hins vegar þurfi kynferðisleg áreitni ekki að vera endurtekin til að hún teljist sem áreitni. Eitt tilfelli er nóg.

Hún sagði hegðunina geta verið líkamlega, táknræna eða orðbundna, en hún væri alltaf í óþökk þess sem fyrir henni yrði. Benti hún jafnframt á að upplifun fólks væri ekki alltaf sú sama, en það væri upplifunin sem skipti máli.

Ragnhildur sagði stjórnendur á vinnustöðum bera gífurlega ábyrgð. Það væri hans að skipuleggja vinnuumhverfið þannig að það væri gott fyrir alla. Sýna gott fordæmi og koma fram af virðingu. Þá væri mikilvægt að stjórnandi gripi strax inn þegar samskiptavandi kæmi upp. Lítill vandi gæti fljótt orðið stór ef ekkert væri að gert.

Hjá Reykjavíkurborg starfa 11 eineltis- og áreitniteymi, en þeirra hlutverk er meðal annars að upplýsa fólk um stefnu og viðbragðsáætlun, upplýsa um úrræði, taka á móti kvörtunum og koma þeim í réttan farveg. Stundum rannsaka teymin sjálf þau mál sem koma upp en stundum eru aðilum utanhúss falin mál, þá oftast sálfræðingum.

mbl.is

Innlent »

Loka gömlu Hringbraut í sex ár

11:47 Á fundi stjórnar Strætó bs. 7. desember var samþykkt að breyta gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagsþróun. Gjaldskrá Strætó verður hækkuð að meðaltali um 3,9%. Í janúar 2019 mun hluti gömlu Hringbrautar loka í sex ár vegna framkvæmda á nýjum Landspítala. Lokunin mun hafa nokkur áhrif á leiðakerfi Strætó. Meira »

Svefninn bíður fram að jólum

11:46 „Þetta hefur gengið frábærlega,“ segir Ágúst Guðmundsson, einn slökkviliðsmannanna sjö sem eru búnir að róa stanslaust frá því á föstudag fyrir Frú Ragnheiði. Róðrinum lýkur á föstudag svo það er nóg eftir. Meira »

Auglýst eftir ráðuneytisstjóra

11:42 Auglýst hefur verið laust til umsóknar embætti ráðuneytisstjóra í nýju heilbrigðisráðuneyti sem tekur til starfa 1. janúar 2019. Ráðuneytið verður til við skiptingu velferðarráðuneytisins í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti. Meira »

Dæmdur til að greiða 238 milljónir

11:24 Ágúst Alfreð Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi og til greiðslu tæplega 238 milljóna í sekt til ríkisins fyrir skattabrot á árunum 2012-13 í tengslum við rekstur tveggja félaga. Þá er hann dæmdur vegna skilasvika í tengslum við uppgjör vegna byggingar tveggja skóla í Reykjavík. Meira »

Bára ánægð með samhuginn

10:14 Mér finnst voðalega „næs“ að fólk skuli ætla að segja við mig að því finnist þetta jafn tilgangslaust og mér. Mér finnst voðalega góður þessi samhugur sem ég fæ frá öllum og það er eiginlega það magnaðasta í þessu öllu saman,“ segir Bára Halldórsdóttir um samstöðufundinn sem verður fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Meira »

Ákærðir fyrir 15 milljóna skattabrot

10:05 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært tvo karlmenn fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa á árunum 2015 og 2016 ekki staðið skil á staðgreiðslu einkahlutafélags sem þeir stýrðu, en heildarupphæðin nemur um 15,5 milljónum króna. Meira »

Tvisvar ákært fyrir að hrækja á lögreglu

09:59 Í síðustu viku voru þrjú mál þingfest þar sem ákært er fyrir brot gegn valdstjórninni, það er fyrir brot gegn lögreglumönnum við störf sín. Í tveimur þessara mála er ákærði sakaður um að hafa hrækt að lögreglumönnum. Meira »

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stúlku

09:48 Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir kynferðis- og barnaverndarlagabrot gagnvart stúlku sem nú er 17 ára, en meint brot áttu sér stað þegar stúlkan á aldrinum 13 til 15 ára gömul. Meira »

Eyða nær fimmfalt meira í Reykjavík en á Hvammstanga

08:18 Töluverður munur er á útgjöldum ferðamanna eftir því hvaða staði á landinu þeir heimsækja.  Meira »

Stór skjálfti í Bárðarbungu

08:00 Jarðskjálfti sem mældist 3,6 stig varð núna rétt fyrir klukkan sjö í morgun í Bárðarbunguöskjunni.  Meira »

Sala á gulum vestum hefur tekið kipp

07:37 Sala á gulum vestum í verslun Húsasmiðjunnar í Kjalarvogi hefur tekið kipp, segir Finnur Guðmundsson, framkvæmdastjóri fagsölusviðs Húsasmiðjunnar. Meira »

Fer langleiðina í 50 metra á sekúndu

06:56 Spáð er miklu hvassviðri í dag og undir kvöld verður kominn austanstormur eða -rok allra syðst á landinu og gætu hviður farið langleiðina upp undir 50 m/s á þeim slóðum. Annars staðar verður þetta meira 15-23 og hviður að 35-40 m/s samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Nýtt netaverkstæði rís í Neskaupstað

06:00 Framkvæmdir standa yfir við nýtt netaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað. Er áætlað að það verði tilbúið í mars á næsta ári. Nýja verkstæðið verður mun stærra en það gamla og mun tilkoma þess leiða til algjörrar byltingar í starfsemi og þjónustumöguleikum Fjarðanets á Austurlandi. Þetta segir Jón Einar Marteinsson, framkvæmdastjóri Fjarðanets. Meira »

Vara við grunsamlegum mannaferðum

05:59 Lögreglan á Norðurlandi eystra varar fólk við grunsamlegum mannaferðum í þéttbýli sem dreifbýli en tilkynnt var um tvö innbrot á Akureyri um helgina og nokkuð um tilkynningar vegna grunsamlegra mannaferða við sveitarbæ í umdæminu. Meira »

Ferðaþjónusta í nýtt útboð

05:30 Á fundi bæjarráðs Kópavogs í síðustu viku var lagt fram erindi frá sviðsstjóra velferðarsviðs þar sem óskað var eftir heimild bæjarráðs til að mega leysa Efstahól ehf. undan samningi um ferðaþjónustu fatlaðra ásamt erindi Efstahóls vegna málsins. Meira »

Styðja við fjölmiðla

05:30 Samning frumvarps um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla er langt komin og er stefnt að því að kynna frumvarpsdrögin í Samráðsgáttinni í janúar, að sögn Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Meira »

Ríkið mun ekki bæta miklu við

05:30 „Á næstu árum mun fólki á eftirlaunum fjölga meira en fólki á vinnumarkaði. Kostnaður ríkissjóðs vegna aldurstengdra sjúkdóma og þjónustu við aldraða mun að öllum líkindum aukast. Þeir sem hætta að vinna geta því ekki búist við að hið opinbera bæti miklu við eftirlaunin.“ Meira »

Alþingi setur áfram lögin

05:30 „Af minni hálfu stendur ekki til að styðja mál sem felur í sér framsal, hvorki á auðlindum né á meiri háttar ákvarðanatöku um lagaumgjörð fyrir okkur. Hins vegar er því haldið fram að málið mögulega standist ekki stjórnarskrá. Þetta eru atriði sem við viljum fara vandlega yfir. Meira »

Bára í skýrslutöku í héraðsdómi

05:30 Bára Halldórsdóttir, sem sagst hefur standa á bak við upptöku af ósæmilegu framferði þingmanna á barnum Klaustri, hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan korter yfir þrjú. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Vatnsafls túrbínur alla gerðir í boði
Getum útvegað allar gerðir af túrbínusettum, fáðu tilboð Er ekki kominn tími t...
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...