Samskiptavandi getur orðið að einelti

Samskiptavandi á vinnustað getur þróast út í einelti ef ekkert ...
Samskiptavandi á vinnustað getur þróast út í einelti ef ekkert er að gert. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Tæplega 30 prósent starfsmanna borgarinnar hafa orðið vitni að fordómum eða skorti á virðingu í garð samstarfsfélaga. Í langflestum tilfellum, eða um 50 prósent, var um að ræða fordóma í garð fólks af erlendum uppruna. Í 24 prósent tilfella var um að ræða fordóma eða skort á virðingu vegna heilsufars viðkomandi.

Þetta kemur fram í nýrri viðhorfskönnun sem lögð var fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar. Svarhlutfallið var um 60 prósent, eða um 5.000 svör. 73 prósent konur og 27 prósent karlar. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á opnum fundi Reykjavíkur borgar um málefni #metoo sem fór fram í Ráðhúsinu í morgun.

Niðurstöður sömu könnunar sýndu að 5,7 prósent svarenda, eða 260 starfsmenn, höfðu orðið fyrir einhvers konar áreitni af hálfu samstarfsfélaga á síðustu 12 mánuðum. Áreitni með orðum var algengust en um 5,8 prósent úr þeim hópi höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni.

3,7 prósent höfðu orðið fyrir einelti af hálfu samstarfsfélaga eða 169 starfsmenn. Útilokun var algengust. Þar á eftir kom illt umtal og niðurlæging.

Skoðanaágreiningur er ekki einelti

Ragnhildur Ísaksdóttir, starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar, sagði í erindi sínu á fundinum að mikilvægt væri að skoða heildarmyndina þegar kemur að einelti, áreitni eða annars konar ofbeldi á vinnustöðum. Sagði hún Reykjavíkurborg hafa tekið skýra afstöðu gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og annars konar ofbeldi.

Ragnhildur sagði mikilvægt að hafa í huga að það sem byrjar sem samskiptavandi á vinnustað getur orðið að einelti. Það þyrfti þó að hafa í huga að skoðanaágreiningur fellur ekki undir einelti, hvort sem hann snýr að vinnu eða einkalífi.

Hún kom inn á tvær birtingarmyndir starfstengds eineltis. Hótanir um það sem gæti gerst ef fólk gerði mistök. Þar sem markvisst væri unnið að því að útiloka starfsmanninn. Hann væri kannski undir sérstöku eftirliti og beðið væri eftir því að hann gerði mistök. Þá  er félagsleg útskúfun og særandi framkoma. Þar sem hópurinn eða einstaklingar taka einn fyrir og gera grín á kostnað þessa aðila.

„Einhver gæti sagt: „má ekki grínast?“ Jú, húmor getur haft jákvæð áhrif en það má ekki vera á kostnað annarra.ׅ“

Eitt tilfelli nóg af kynferðislegri áreitni

Ragnhildur sagði orðin „endurtekið“ og  „ítrekað“ vera lykilorð þegar kemur að einelti. Eitthvað sem gerist einu sinni eða tvisvar flokkist ekki undir einelti. Hins vegar þurfi kynferðisleg áreitni ekki að vera endurtekin til að hún teljist sem áreitni. Eitt tilfelli er nóg.

Hún sagði hegðunina geta verið líkamlega, táknræna eða orðbundna, en hún væri alltaf í óþökk þess sem fyrir henni yrði. Benti hún jafnframt á að upplifun fólks væri ekki alltaf sú sama, en það væri upplifunin sem skipti máli.

Ragnhildur sagði stjórnendur á vinnustöðum bera gífurlega ábyrgð. Það væri hans að skipuleggja vinnuumhverfið þannig að það væri gott fyrir alla. Sýna gott fordæmi og koma fram af virðingu. Þá væri mikilvægt að stjórnandi gripi strax inn þegar samskiptavandi kæmi upp. Lítill vandi gæti fljótt orðið stór ef ekkert væri að gert.

Hjá Reykjavíkurborg starfa 11 eineltis- og áreitniteymi, en þeirra hlutverk er meðal annars að upplýsa fólk um stefnu og viðbragðsáætlun, upplýsa um úrræði, taka á móti kvörtunum og koma þeim í réttan farveg. Stundum rannsaka teymin sjálf þau mál sem koma upp en stundum eru aðilum utanhúss falin mál, þá oftast sálfræðingum.

mbl.is

Innlent »

Enginn hefur talað við Áslaugu

09:14 „Í dag erum við á sextánda degi frá því að Áslaug Thelma var rekin frá ON. Ennþá hefur hún ekki fengið skýringar á því af hverjum henni var sagt upp.“ Þannig hefst Facebook-færsla Einars Bárðarsonar en eiginkona hans var rekin frá Orku náttúrunnar fyrir rúmum tveimur vikum. Meira »

Gullglyrnur gerðu innrás

08:18 Mikið var af gullglyrnum hér á landi seinni part sumars. „Gullglyrnurnar streymdu yfir landið austanvert. Á Höfn í Hornafirði sáust þær í hverjum garði í ágústmánuði. Smám saman tóku þær að berast vestur eftir landinu allt til höfuðborgarinnar.“ Meira »

Vetrarfærð víða á fjallvegum

08:17 Vetrarfærð er víða á fjallvegum á Suður- og Vesturlandi. Á Hellisheiði er krapi og snjóþekja á Mosfellsheiði og hálkublettir í Þrengslum og Lyngdalsheiði. Hálka er á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Bröttubrekku. Meira »

Fjórða atrenna í Aurum-málinu í dag

08:00 Aðalmeðferð í Aurum-holding-málinu svokallað hefst nú í dag fyrir Landsrétti og mun þinghald standa í tvo daga. Málið hefur verið tekið fyrir á öllum dómstigum og er þetta í fjórða skiptið sem málið kemur til úrlausnar dómstóla. Meira »

Ríkið hætti að reka fríhöfn

07:57 Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem kveður á um að ríkið, í gegnum Isavia ohf. og dótturfélag þess Fríhöfnina ehf., hætti að reka verslanir með tollfrjálsar vörur í smásölu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Leigan 190 þúsund á mánuði

07:39 Miðsvæðis í Reykjavík leigist tveggja herbergja íbúð á um 190.000 kr. á mánuði að meðaltali. Hvergi á Norðurlöndunum er að finna jafnhátt leiguverð í höfuðborg og hér á landi. Aftur á móti er húsnæðisverð í Reykjavík lægra en í flestum höfuðborgum Norðurlandanna. Meira »

Lengd ganganna orðin 3.658 metrar

07:37 „Gríðarlega vel hefur gengið að grafa Dýrafjarðargöng. Nú eru verktakarnir Metrostav a.s. og Suðurverk hf. búnir að sprengja Arnarfjarðarmegin og munu gangamenn nú færa sig yfir í Dýrafjörð og klára verkið þaðan.“ Meira »

Sóttu veikan farþega

06:52 Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veika konu um borð í skemmtiferðarskip fyrir austan land í gærkvöldi og var hún flutt á Egilsstaði. Meira »

Þjónustan ókeypis fyrir börn

06:42 Barnasálfræðingar eru starfandi á öllum heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins og nú í september eru komnir sál­fræðing­ar á sex af 15 heilsu­gæslu­stöðvum á svæðinu og sjö­unda stöðin bæt­ist við í des­em­ber, segir Agnes Agn­ars­dótt­ir, yf­ir­sál­fræðing­ur Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins. Meira »

Snjókomu spáð á Hellisheiði

06:24 Spáð er slyddu eða snjókomu til fjalla á Norður- og Norðausturlandi með morgninum og versnandi akstursskilyrðum. Einnig má búast við snjókomu um tíma á Hellisheiði. Lögreglan á Akureyri leitaði eftir aðstoð verktaka við að festa þakplötur í nótt eftir að þar hvessti skyndilega eftir miðnætti. Meira »

Ökumaður í vímu með hótanir

06:06 Lögreglan handtók ökumann í austurhluta Reykjavíkur eftir miðnætti í nótt og gistir hann fangaklefa fyrir að aka bifreið undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Jafnframt fyrir að hóta lögreglu og fara ekki að fyrirmælum hennar. Meira »

Borga „heilt raðhús“ fyrir leyfin

05:30 Reglugerð um rafrettur sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra setti í byrjun mánaðarins leggst ekki vel í kaupmenn. Sér í lagi sá hluti hennar er snýr að tilkynningarskyldu og gjaldi sem inna þarf af hendi. Meira »

Hvorki fagleg né formleg

05:30 Jón Gunnarsson, þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, setti í mars 2017 á stofn starfshóp sem átti að greina verkefni Samgöngustofu. Starfshópurinn skilaði af sér áfangaskýrslu í október á síðasta ári en ekki hefur farið mikið fyrir vinnu með tillögur skýrslunnar í ráðuneytinu. Meira »

Norðurljósin heilla enn ferðafólk

05:30 Enn er ekkert lát á áhuga erlendra ferðamanna á því að kynna sér norðurljós á Íslandi. Þetta segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line. Meira »

Ógildingu íbúakosningar hafnað

05:30 Tveir annmarkar voru á undirbúningi íbúakosningar um skipulagsmál í sveitarfélaginu Árborg í sumar, en hvorugur þeirra hefði getað haft áhrif á niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Meira »

Fyrirtækin yrðu ógjaldfær

05:30 Lánaheimildir Símasamstæðunnar eru langtum lægri en þær heimildir sem Gagnaveita Reykjavíkur virðist hafa, en Síminn keppir við Gagnaveituna í gegnum dótturfélag sitt Mílu í lagningu ljósleiðara. Meira »

Vilja upplýsingar um hvalveiðar

05:30 Hvalveiðum sumarsins lauk í fyrrinótt og liggja hvalbátarnir nú við Ægisgarð.   Meira »

Varað við versnandi akstursskilyrðum

Í gær, 23:40 Spáð er allhvassri eða hvassri suðvestanátt norðan til á landinu fram á nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands, en slyddu eða snjókomu til fjalla á morgun með versnandi akstursskilyrðum í þeim landshluta. Meira »

Manni bjargað úr sjónum

Í gær, 21:43 Tilkynning barst lögreglunni á Húsavík rétt fyrir klukkan átta í kvöld um að karlmaður væri í sjónum í Eyvík út af Höfðagerðissandi sem er um fimm kílómetra frá bænum. Ekki var vitað á þeirri stundu hvernig maðurinn lenti í sjónum. Meira »
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Volvo V40 til sölu
2012 Ekinn 85000 km Vél 150 HP Diesel (Stærri vélin) Sjálfsskiptur Nánari lý...
MOSÓ - Ódýr geymsla fyrir Tjaldvagna
GEYMSLA aðeins fyrir Tjaldvagna SEP til MAÍ Við erum í Mosfellsbær Vinsamle...