Er þakklát fyrir að hafa sest í sófann

Glæri plastboltinn sem næstum var búinn að kveikja í sófa …
Glæri plastboltinn sem næstum var búinn að kveikja í sófa Sólveigar Láru Kjærnested. mbl.is/Árni Sæberg

Litlu mátti muna að illa færi á heimili Sólveigar Láru Kjærnested fyrir stuttu þegar lítill leikfangabolti í samstarfi við sólina kveikti næstum því í sófanum í stofunni.

„Ég kom heim úr vinnunni og settist í sófann. Eftir nokkrar mínútur verður mér litið til hliðar og þá liggur glær lítill bolti á gólfinu við sófann og það rýkur úr honum. Mér finnst það skrýtið og tek hann upp og þá sé ég að hann er farinn að bræða gat á sófann,“ segir Sólveig Lára.

Þetta gerðist í góðviðrinu fyrir tveimur vikum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Sólin skein sterkt inn um stofugluggann á boltann sem endurkastaði sólargeislunum á sófann svo áklæðið var farið að brenna.

Sólveig Lára Kjærnested.
Sólveig Lára Kjærnested. mbl.is/Golli

„Ef ég hefði ekki verið heima á þessari stundu hefði geislinn getað farið inn í fyllinguna og eldur brotist út. Gatið kom á sófann á aðeins nokkrum mínútum og ég reikna með að það hefði getað haldið áfram. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa sest í sófann í þann stutta tíma sem ég stoppaði heima,“ segir Sólveig Lára. Börnin hennar áttu boltann sem var glær plastbolti með glimmervökva inni í sér sem hægt var að hrista. „Þessi bolti hefði getað legið hvar sem var, nálægt mikið eldfimari efnum og þá hefði auðveldlega getað kviknað í á smátíma.“

Sólveig Lára segir það vel þekkt að sólargeislar sem skína á spegla eða gler geti kveikt í en hún hafi ekki áttað sig á að leikfangabolti úr plasti geti valdið sama tjóni. „Eftir að þetta gerðist dreg ég gardínurnar alltaf fyrir á morgnana áður en ég fer út.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert