Verð á minkaskinnum lækkar aftur á uppboðum

Gæðin eru margprófuð hjá uppboðshúsinu, áður en skinn eru boðin …
Gæðin eru margprófuð hjá uppboðshúsinu, áður en skinn eru boðin upp. mbl.is/Helgi Bjarnason

Verð á minkaskinnum lækkaði um nálægt 5% fyrstu fjóra dagana á marsuppboði danska uppboðshússins Kopenhagen Fur en þar selja íslenskir minkabændur afurðir búa sinna.

Eftirspurn er heldur dræmari en verið hefur, 97% framboðinna skinna hafa selst.

Á síðasta uppboði, í febrúar, varð um 5% verðhækkun í dollurum reiknað. Skinnaverð virtist þá komið á uppleið eftir mikinn öldudal undanfarin ár. Sú hækkun virðist vera að ganga til baka, miðað við fyrstu dagana á yfirstandandi uppboði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert