Verktakalæknar fá allt að 220 þúsund á dag

Heilbrigðisstofun Norðurlands. Sjúkrahúsið á Sauðárkróki.
Heilbrigðisstofun Norðurlands. Sjúkrahúsið á Sauðárkróki. mbl.is/Sigurður Bogi

Heilbrigðisstofnanir úti á landi þurfa sumar að keppast við að ráða svokallaða verktakalækna og greiða þeim allt að 220 þúsund krónur á dag. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv.

Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, telur nauðsynlegt að setja reglur um verktöku lækna. Illa hefur gengið að ráða í læknastöður á Austurlandi og hafa því verktakalæknar hlaupið í skarðið. 

Dæmi eru um að þessir læknar fái greiddar um 130-220 þúsund krónur á dag og stofnanir þurfi að bjóða í þjónustu þeirra. Engar reglur séu til um þjónustu verktakalækna og því sé misjafnt hversu mikið stofnanir greiði fyrir hana. 

Illa gengur að manna heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni.
Illa gengur að manna heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni. mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert