Vill sjá beint flug frá Keflavík til Kína

Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segist bjartsýnn á framtíðina …
Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segist bjartsýnn á framtíðina þegar kemur að sambandi Íslands og Kína, en hann vill meðal annars sjá fleiri skiptinema og persónulegra samband milli ráðamanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, segist í samtali við Morgunblaðið vilja efla samstarf og samvinnu Íslands og Kína á ýmsum sviðum.

Nefnir hann í því samhengi m.a. málefni norðurslóða, nýtingu jarðvarma og ferðaþjónustu, en hann vill að komið verði á beinu flugi á milli Keflavíkur og Kína. Það sé lykilatriði í nánu samstarfi.

„Ég tel að það sé vel hægt að opna beina flugleið á milli Kína og Íslands vegna þess að það bætist sífellt í hóp þeirra sem vilja ferðast þessa leið,“ segir hann, en beint flug eykur einnig viðskipti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »