Vorboðarnir komnir í heiminn

Ljósmynd/Húsdýragarðurinn

Fyrstu vorboðarnir litu dagsins ljós í Húsdýragarðinum nýverið þegar lítil huðna og hafur komu í heiminn. Huðnan Frigg var fyrst til að bera golsuflekkóttri huðnu að kveldi 20. mars og í morgun bar huðnan Garún svartflekkóttum hafri.

Faðir kiðlinganna er hafurinn Djarfur sem fluttist í Húsdýragarðinn í haust frá bænum Háafelli í Hvítársíðu. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Húsdýragarðsins þar sem jafnframt er greint frá því að fleiri myndir af kiðlingunum eru væntanlegar. 

 


 
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert