Lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ hefur sigrað í spurningakeppninni Gettu betur í fyrsta sinn. Keppnin fór fram í Háskólabíói og var sýnd í beinni útsendingu á RÚV.
FG tryggði sér sigur gegn Kvennaskólanum í Reykjavík þegar enn átti eftir að spyrja tveggja spurninga, með því að svara rétt til þegar spurt var um fyrirbæri. Svarið var rigning. Mikil fagnaðarlæti brutust út hjá liði FG og stuðningsmönnum þess í framhaldinu.
Lokatölur urðu 34 stig FG gegn 24 stigum Kvennó.