Arnarlax brást rétt við tjóni

Starfsmenn Arnarlax brugðust rétt við.
Starfsmenn Arnarlax brugðust rétt við. mbl.is/Helgi Bjarnason

Matvælastofnun telur að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir það tjón sem varð í sjókvíum Arnarlax í Arnarfirði og Tálknafirði í síðasta mánuði og að viðbrögð hafi verið við hæfi, miðað við aðstæður.

Kemur þetta fram í tilkynningu stofnunarinnar sem grundvallast á eftirliti í starfsstöðvum fyrirtækisins í lok febrúar.

Tjón varð á tveimur sjókvíum Arnarlax í óveðri 11. febrúar. Matvælastofnun telur að Arnarlax hafi brugðist rétt við tjóninu með því að setja af stað verkferla til að koma í veg fyrir slysasleppingu og tilkynna tjónið til Matvælastofnunar og framleiðanda búnaðarins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert