Strandaglópur í Köben eftir handtöku

Jón Valur Smárason.
Jón Valur Smárason. Ljósmynd/Aðsend

Jón Valur Smárason framkvæmdastjóri var handtekinn á Kastrup-flugvelli fyrr í mánuðinum vegna tilhæfulausrar ásökunar starfsmanns á vellinum. Varð það til þess að hann missti af flugi sínu með Wow Air til Íslands og varð að dvelja aukanótt í Kaupmannahöfn.

Jón hefur ítrekað reynt að ná sambandi við flugfélagið án árangurs. Hann segist hafa sent flugfélaginu póst strax við heimkomuna, en ekkert svar fengið þrátt fyrir ítrekanir. „Eftir tvær vikur ákvað ég að setja þetta á Facebook. Ég talaði við lögmann og spurði hann hvort honum þætti það ekki rétt, og honum fannst það rétt.“

Jón setti því færslu á Facebook í gærmorgun þar sem hann lýsir reynslu sinni af flugvellinum og birtir bréf sem hann sendi Wow Air við heimkomuna. Viðbrögðin létu ekki á sér standa.

 „Fjórum tímum seinna fékk ég loksins lítinn póst frá Wow Air þar sem þau svara þessu bréfi sem ég var búinn að tvíítreka. Þau þakka mér kærlega fyrir að senda þetta bréf og taka fram að þau séu búin að óska eftir upplýsingum frá sínum samstarfsaðilum erlendis og verði í sambandi við mig þegar þau hafi frekari upplýsingar,“ segir Jón.

„Ég tek það fram að ég hef ekkert á móti þessu flugfélagi. Þeir hafa gert ýmislegt gott fyrir þjóðarbúið, held ég. En það verður náttúrlega að svara og sinna því sem upp kemur,“ segir Jón.

9.900 króna gjald vegna hjólanna

Forsaga málsins er sú að 7. mars átti Jón flug frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur en hann hafði millilent í Kaupmannahöfn á leið sinni frá Rúmeníu, þar sem hann býr.

Við hliðið spratt upp ágreiningur milli Jóns og starfsmanns flugvallarins um hvort handfarangurstaskan hans væri innan stærðartakmarka. Flugvallarstarfsmaðurinn bað Jón að setja töskuna í þartilgert hólf til að mæla stærðina, sem hann gerði, og passaði taskan í hólfið. Hélt Jón þá að málum væri lokið, en konan gaf sig ekki og ítrekaði að taskan væri of stór því hluti hjólanna stóð upp úr.

Frá Kastrup-flugvelli.
Frá Kastrup-flugvelli. AFP

Á endanum gaf Jón eftir og samþykkti að greiða aukagjald fyrir töskuna, 9.900 krónur. Hann segist hafa tekið upp símann til að taka mynd af konunni, sem hann ætlaði að láta fylgja kvörtun til flugfélagsins. Konan hafi þá umsvifalaust rifið af honum símann. Jón var að sama skapi fljótur að hrifsa símann til baka, en þá kom að honum flugvallarstarfsmaður sem tjáði honum að hann færi ekki með þessu flugi og skyldi koma sér í burtu.

Öryggismyndavélarnar til bjargar

Jón segist þá hafa farið í að leita sér að öðru flugi heim, en hann hafi ekki fyrr verið kominn út úr flugstöðinni en öryggisverðir umkringja hann og tilkynna honum að hann hafi verið kærður fyrir líkamsárás. Lögreglan sé á leiðinni. Um 45 mínútum síðar kom lögreglan á svæðið og fór með hann upp á lögreglustöð þar sem hann var yfirheyrður.

„Á leiðinni á stöðina hringir konan mín. Ég spyr hvort ég megi svara, og þeir segja mér að það sé í lagi ef ég tali ensku. Svo ég svara konunni minni á ensku og segi henni að ég hafi verið handtekinn,“ segir Jón Valur og hlær.

Jón segir ljóst að lögregluþjónarnir hafi ekki trúað frásögn hans af samskiptum sínum við flugvallarstarfsmanninn og hvernig þau rifust um símann. Eftir að hafa kíkt í öryggismyndavélar flugvallarins kom þó á daginn að frásögnin var rétt og var Jón þá látinn laus.

Vél Wow Air
Vél Wow Air Herman Wouters

„Ef ekki hefði verið fyrir það að svæðið er vídeó vaktað þá væri ég eflaust núna með kæru um líkamsárás á herðunum, stimplaður flugdólgur og hugsanlega búið að takmarka aðgang minn að flugi,“ segir Jón og bætir við að slíkt hefði miklar afleiðingar fyrir hann enda búi hann erlendis og fljúgi mikið

„Ég er í raun ekki að setja út á flugfélagið eða neitt. Ég veit ekki hverjir eru undirverktakar hjá þeim. En ég versla auðvitað bara við flugfélagið og því eðlilegt að þetta fari í gegnum það.“ Hann segir eðlilegt að flugfélagið greiði fyrir hann flugferðina heim, sem hann varð að taka daginn eftir, sem og dvalarkostnað yfir nóttina, hið minnsta. „Ég var ekkert að fara fram á mikið. Aðallega bara að ná sambandi við þau, fá smá velvilja og kannski afsökunarbeiðni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lögreglan leitar að þremur stúlkum

00:47 Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir þremur stúlkum sem allar eru á 16. aldursári, en þær fóru frá heimilum sínum á Selfossi í gærkvöldi. Heita þær Ísabella Máney Grétarsdóttir, Andrea Ósk Waagfjörð og Hrafnhildur Malen Lýðsdóttir. Meira »

„Markmiðið að engin kveiki í geitinni“

Í gær, 21:50 „Aðallega þykir okkur vænt um jólageitina og þetta er náttúrulega dýr búnaður, jólaseríur og fleira,“ segir Gunnlaugur Fannar Jónsson, öryggisstjóri IKEA, í við fyrirspurn mbl.is um nauðsyn sólarhringsvöktunar við hina margfrægu jólageit IKEA við Kauptún í Garðabæ. Meira »

Japönsk kvikmynd þótti of dónaleg

Í gær, 20:37 Það er margt sem saga kláms á Íslandi á sameiginlegt með sögu kláms annars staðar í heiminum, en af því var minna framleitt hér á landi en víða annars staðar. Þetta segir Kristín Svava Tómasdóttir, höfundur sagnfræðiritsins Stund klámsins. Meira »

Stefnir í tvöfaldan lottópott

Í gær, 19:51 Eng­inn var með fyrsta vinn­ing í Lottó í kvöld og stefn­ir því í tvö­fald­an pott í næstu viku. Tveir deildu hins vegar með sér öðrum vinningi og hljóta þeir 158 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var í áskrift en hinn var keyptur í verslun 10-11 á Laugaveginum. Meira »

Harðkjarnarokk fær nýjan samastað

Í gær, 19:45 Aðdáendur þungarokks á Íslandi geta bráðlega ekki lengur svalað þorsta sínum í málm- og harðkjarnarokk á Rás 2. Ríkisútvarpið hefur ákveðið að taka eina þungarokksþátt landsins, Dordingul, úr loftinu og færa hann alfarið á veraldarvefinn. Meira »

Í varðhaldi vegna vinnumansals

Í gær, 19:21 Erlendur maður hefur verið í gæsluvarðhaldi í hálfan mánuð vegna gruns um að hann hafi stundað vinnumansal, að því er fram kom í fréttum RÚV í kvöld. Er maðurinn, sem er pakistanskur, talinn hafa flutt tugi manna til Íslands yfir um tveggja ára skeið og suma þeirra á fölsuðum skilríkjum. Meira »

Skeytingarleysi er ekki valkostur

Í gær, 18:40 „Virðing og skilningur þarf alltaf að vera leiðarljós í aðstoð við fólk sem stendur höllum fæti,“ segir segir formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Félagsráðgjafar lásu sögur skjólstæðinga sinna og vilja að stjórnvöld og aðrir styðji fátækt fólk með félagslegum umbótum. Meira »

„Töluvert mikið álag á spítalanum“

Í gær, 18:25 Það er viðvarandi hátt álag á Landspítalanum sem veldur því að eðlilegar sveiflur í komum á spítalann geta leitt til erfiðleika á bráðamóttöku eins og varð í gær, að því er Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi, segir í samtali við mbl.is. Meira »

Stjórn­völd í herferð gegn tekjulágum

Í gær, 17:58 Aukinn ójöfnuður, skattbyrði láglaunahópa og tækifæri til úrbóta í skattkerfinu var á meðal þess sem kom fram á opnum fundi Eflingar og Öryrkjabandalags Íslands í dag. Fundurinn bar yfirskriftina Skattbyrði og skerðingar og afkoma lágtekjufólks á Íslandi var einkum til umræðu. Meira »

„Vel haldið utan um okkur“

Í gær, 17:08 „Það er mjög vel haldið utan um okkur,“ segir Þórdís Ósk Sigtryggsdóttir, ein þeirra um 160 farþega sem voru um borð í flugvél Icelandair sem skyndilega þurfti að lenda á Saguenay Bagotville-flugvellinum í Kanada, vegna sprungu í rúðu í flugstjórnarklefa vélarinnar. Meira »

Mótmæltu með blómum og skiltum

Í gær, 16:11 Hernaðarandstæðingar stóðu fyrir mótmælum og sögugöngu í Þjórsárdal í dag, en þar fór fram seinni dagur heræfingar bandarískra hermanna. Tilgangur æfingarinnar er að undirbúa hermenn til veru í slæmu veðri og kanna þolmörk þeirra í göngu með þungan búnað. 400 hermenn áttu að taka þátt í æfingunni. Meira »

Gjaldskýlin urðu gröfunum að bráð

Í gær, 16:05 Starfsmenn verktakafyrirtækisins Þróttar ehf. unnu við það í vikunni að fjarlægja tvö af þremur gjaldskýlum Hvalfjarðarganga með stórvirkum gröfum. Meira »

Margt á 10 ára afmæli UNICEF og Te & Kaffi

Í gær, 15:52 Margt var um manninn þegar UNICEF á Íslandi og Te & Kaffi blésu til afmælisveislu í Smáralindinni í dag til að fagna 10 ára farsælu samstarfi. Tveggja metra afmæliskakka kláraðist og mikill fögnuður braust út þegar tónlistarmaðurinn Páll Óskar steig þar á svið. Meira »

Ólafur: Barátta sem má ekki tapast

Í gær, 14:52 Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða og fyrrverandi forseti, segir framtíð norðurslóða og orkubyltingu vera sömu hliðina á sama peningnum. Ólafur var gestur í Víglínunni á Stöð 2 hjá Heimi Má Péturssyni. Meira »

Metfjöldi herskipa hér við land

Í gær, 13:33 „Við röðum þessum skipum bara upp eins og kubbum sem þurfa að falla sem best að bryggjunni. Við þá vinnu skiptir lengd skipa mestu máli og hversu djúpt þau rista,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Morgunblaðið í dag og vísar í máli sínu til þess mikla fjölda herskipa Atlantshafsbandalagsins (NATO) sem nú liggur við bryggju á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Taka athugasemdir ASÍ alvarlega

Í gær, 13:08 „Við tökum athugasemdir ASÍ alvarlega. Það er ljóst að ég mun tryggja það að við munum ekki taka að okkur verkefni sem iðnaðarmenn eða aðrir hafa áhuga á,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar um gagnrýni ASÍ á fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga undan fangelsa . Meira »

„Menn lifa ekki á kostnaðarmötum“

Í gær, 12:21 „Við höfum ekki rætt þetta í samninganefndinni, en við látum eitthvað kostnaðarmat ekki hafa áhrif á það sem við erum að gera. Við teljum okkur vera að ná launum fyrir fólk sem þarf á því að halda og er á lágum launum í dag,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Yfir 600 á biðlista inn á Vog

Í gær, 12:11 „Það er með algjörum ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld skuli ekki bregðast við þessum vanda á einhvern hátt. Starfsfólkið á Vogi vinnur allan sólarhringinn á vöktum, alla daga ársins og ekkert má útaf bregða í rekstrinum, hvorki veikindi né aðrar óvæntar uppákomur,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Meira »

Jón Steinar prófi „sitt eigið meðal“

Í gær, 11:41 „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er,“ segir í yfirlýsingu stjórnenda Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
íbúð með sérinngang eða sérbýli óskast.
Vönduð vel menntuð hjón með tvær dætur óska eftir húsnæði í Reykjavik eða Kóp. S...