200 krónur á klósettið í Mjódd

Frá vinstri: Arnór Þórir Sigfússon, starfsmaður Verkís og Sannra landvætta, …
Frá vinstri: Arnór Þórir Sigfússon, starfsmaður Verkís og Sannra landvætta, og Magnús Þór Karlsson og Þórólfur Gunnarsson, starfsmenn Bergrisa. Ljósmynd/Verkís

Almenningssalerni voru opnuð á ný við skiptistöð Strætó í Mjódd á föstudag. Einkahlutafélagið Sannir landvættir, sem er í eigu Verkís og Bergrisa, mun sjá um rekstur salernisins.

Tvö hundruð krónur kostar að nota salernin og er bæði hægt að greiða með peningum og greiðslukorti, að því er kemur fram á vefsíðu Verkís.

Salernin í Mjódd hafa verið lokuð í nokkur ár. Um fjórar milljónir manna fara árlega um skiptistöðina, þar á meðal farþegar sem fara með vögnum Strætó út á land.

„Sannir landvættir bjóða upp á fjármögnun, hönnun og framkvæmd við uppbyggingu ferðamannastaða. Markmiðið með stofnun félagsins er stuðla að uppbygginu á ferðamannastöðum um land allt í samvinnu við landeigendur, sveitarfélög og ríki,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert