Ferðamenn í norðurljósaleit ollu hættu

Norðurljósin eru alltaf jafnfalleg þegar þau sjást á himni.
Norðurljósin eru alltaf jafnfalleg þegar þau sjást á himni. mbl.is/Jónas Erlendsson

Erlendir ferðamenn í leit að norðurljósunum sköpuðu hættu á Grindavíkurvegi um síðustu helgi með því að leggja ljóslausum bifreiðum í vegakanti, en lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af fólkinu og benti þeim á að þessi umferðarhegðun væri ekki í boði hér á landi.

Í tilkynningu frá lögregluembættinu á Suðurnesjum kemur fram að ferðamennirnir hafi verið að dást að norðurljósunum og hafi mörgum bifreiðum verið lagt út í vegkanti þar sem þær voru ljóslausar og jafnvel mannlausar. 

Benti lögreglan fólkinu á að það gæti lagt bifreiðum sínum á útsýnissvæði þar skammt frá og gætu þeir nýtt sér slík stæði á ferðum sínum um landið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert