Kæra framkvæmdaleyfi Brúarvirkjunar

Inntaksmannvirki væntanlegrar Brúarvirkjunar verða á þessum stað, fyrir landi jarðarinnar …
Inntaksmannvirki væntanlegrar Brúarvirkjunar verða á þessum stað, fyrir landi jarðarinnar Brúar.

Náttúruverndarsamtök Suðurlands og Landvernd hafa kært nýtt framkvæmdaleyfi vegna Brúarvirkjunar og krefjast stöðvunar framkvæmda. Ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógarbyggðar um að veita HS Orku leyfi til að reisa 9,9 MW vatnsaflsvirkjun í Tungufljóti er kærð.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landvernd. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra tók á föstudag skóflustungu að byggingu virkjunarinnar í efri hluta Tungufljóts í Biskupstungum.

Samtökin telja að málsmeðferð Bláskógabyggðar við veitingu nýs framkvæmdaleyfis sé andstæð lögum og að á henni séu bæði form- og efnisannmarkar sem eigi að leiða til ógildingar. Krafa samtakanna um stöðvun framkvæmda byggir m.a. á frétt í Morgunblaðinu frá í gær (26. mars 2018) um að byrjað verði að setja niður vinnubúðir á virkjunarstað í þessari viku og að strax eftir páska muni starfsmenn Ístaks hefjast handa um framkvæmdir,“ segir í tilkynningu Landverndar.

Landvernd telur að ummæli Ingólfs Margeirssonar, landaeiganda á Brú, í Morgunblaðinu í dag séu röng. Þar segir Ingólfur meðal annars að „virkjað sé í sátt við náttúru og samfélag“ og að framkvæmdin hafi „mjög lítil áhrif á umhverfið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert