Bókabúð Máls og menningar auglýst til sölu

Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg.
Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg. mbl.is/Eggert

Í vikunni hefur gengið á milli manna tölvupóstur þar sem Bókabúð Máls og menningar er auglýst til sölu. Í samtali við mbl.is staðfestir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, annar eigenda bókabúðarinnar, að fasteignasala hafi verið gefið leyfi til að kanna markaðinn. Ekkert hafi þó verið ákveðið um sölu bókabúðarinnar og hún sé ekki í söluferli.

Fjallað er um efni tölvupóstsins og það birt á bókmenntavefnum Bókaskápur Ástu S. 

Í bréfinu, sem mun hafa verið sent til nokkurra aðila sem taldir voru geta haft áhuga, er hvergi minnst á nafn bókabúðarinnar en af lýsingunum kemur enginn annar rekstur til greina:

„Er með rekstur til sölu á einum besta stað við Laugaveginn rétt fyrir ofan Bankastræti. Um er að ræða verslun á tveimur hæðum og kjallari [sic]. Hluti af efri hæðinni er rekin [sic] sem veitingahús en hinar hæðirnar eru reknar sem bókaverslun. Hægt er að stækka veitingareksturinn, minnka bókaverslunina og bæta við annars konar seljanlegri vöru en það eru margir möguleikar þar.

Frábær staðsetning fyrir allskonar gjafavörur í miðdepli ferðamannastraumsins. Þarna getur verið allskonar verslunar[-] og veitingarekstur.“

Arndís Björg segir að reglulega sé samband haft vegna áhuga á bókabúðinni. Árið 2016 var Bókabúð Máls og menningar seld Birni Inga Hrafnssyni, en hann greiddi aldrei kaupverðið og gekk salan því til baka.

mbl.is

Innlent »

Skiptar skoðanir um eitt leyfisbréf

16:47 Hugmyndir eru til skoðunar í menntamálaráðuneytinu um að gefið verði út eitt leyfisbréf til kennslu í framhaldsskólum, grunnskólum og leikskólum í stað þess að gefin séu út eitt leyfisbréf fyrir hvert skólastig líkt og staðan er í dag. Meira »

Innkalla 113 Ford Edge-bifreiðar

15:43 Neytendastofu hefur borist sú tilkynning frá bílaumboðinu Brimborg að innkalla þurfi díselknúnar Ford Edge-bifreiðar af árgerðunum 2015 til 2018. Alls eru þetta 113 bifreiðar. Meira »

Eltu börn á hvítum sendibíl

15:19 Lögreglunni á Suðurnesjum bárust tvær tilkynningar um grunsamlega menn sem óku um á hvítum sendiferðabíl og eltu uppi börn í síðustu viku. Meira »

Tengist ekki Atlantic SuperConnection

15:05 Fram kemur í fréttatilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að rangt sé að fyrirtækið Atlantic SuperConnection hafi verið að skoða möguleika á lagningu sæstrengsins Ice-Link á milli Bretlands og Íslands sem sé á verkefnalista Evrópusambandsins. Meira »

Svisslendingar eyða mestu á Íslandi

14:49 Svisslendingar eru sá hópur ferðamanna sem eyddi mest í neyslu hér á landi á síðasta ári. Að meðaltali eyddi hver Svisslendingur 292 þúsund krónum í heimsókn sinni á Íslandi. Meira »

Fjölmiðlanefnd sýknuð af kröfum 365

14:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlanefnd af kröfum 365 miðla um ógildingu á ákvörðun nefndarinnar um álagningu stjórnvaldssektar vegna birtingar áfengisauglýsinga í tilteknum heftum tímaritsins Glamour. Meira »

Heitt vatn rann í Flókadalsá eftir bilun

14:12 Á ellefta tímanum í morgun varð bilun á Deildartunguæð rétt austan við Flókadalsá í Borgarfirði. Hitaveitulögnin flytur heitt vatn úr Deildartungu til Akraness og Borgarbyggðar. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að lokað hafi verið fyrir vatnsrennslið um leið og bilunin uppgötvaðist og viðgerð stendur nú yfir. Meira »

Draga ráðgjöfina til baka

13:12 Ráðgjöf fyrir veiðar á úthafskarfa, sem birt var á vef Hafrannsóknastofnunar í gær og Morgunblaðið greindi frá í dag, hefur verið dregin til baka. Samkvæmt ráðgjöfinni skyldu veiðar ekki stundaðar á stofnum efri og neðri úthafskarfa. Meira »

Fjordvik komið til Hafnarfjarðar

13:11 Flutn­inga­skipið Fjor­d­vik kom inn í Hafnarfjarðarhöfn í hádeginu en það var dregið þangað af tveimur dráttarbátum frá Keflavík klukkan hálfníu í morgun. Meira »

Sóknir landsins með 453 milljóna afgang

12:44 Heildarrekstrarhagnaður kirkjusókna landsins nam á síðasta ári 453 milljónum króna, en tekjur sóknanna námu 3,06 milljörðum meðan gjöld voru 2,6 milljarðar. Hallgrímssókn var með lang hæstar tekjur, eða 377,2 milljónir, en „aðrar tekjur“ námu 315,8 milljónum. Meira »

Alibaba slær áður þekkt netsölumet

12:32 „Single´s Day“ hefur tekið við af Valentínusardeginum og gott betur ef marka má sölutölur kínversku netverslunarinnar Alibaba. Sölumet var slegið þegar verslað var fyrir um einn milljarð dollara, eða um 120 milljarða króna. Og það á 85 sekúndum. Meira »

Voru um kílómetra frá fundarstaðnum

12:07 „Ég man vel eftir þeim [Þorsteini Guðjónssyni og Kristni Rúnarssyni],“ segir Leifur Örn Svavarsson, leiðsögumaður hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum, sem er nýkomin heim úr grunnbúðum Everest. Þar var hann með hóp um kílómetra frá þeim stað þar sem þeir félagar fundust. Meira »

38% styðja ríkisstjórnina

11:59 Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi eða 19,8% í nýrri könnun MMR. Næst kemur Samfylkingin með 16,6 % og Miðflokkurinn með 12,1%. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 37,9%. Meira »

Fjordvik á leið til Hafnarfjarðar

11:40 Flutn­inga­skiptið Fjor­d­vik er á leið til Hafnarfjarðar en það er dregið þangað af tveimur dráttarbátum. Áður hafði það verið flutt af strandstað í Helguvík til Keflavíkur á föstudag. Meira »

Kind birtist á heilsugæslunni

11:29 Kind með tvö lömb fór inn á heilsugæsluna á Eskifirði í gær en kindin hefur reynst smölum á Eskifirði erfið í haust. Sævar Guðjónsson, íbúi á Eskifirði, birti stutt myndskeið þar sem dýrin koma inn á heilsugæsluna. Meira »

Breytir atvinnuháttum í Súðavík

11:26 „Þetta er stórt verkefni, sem hefur ákveðna breytingu í för með sér á atvinnuháttum í sveitarfélaginu, en myndi tryggja stöðu þorpsins. Við tókum meðvitaða ákvörðun 2014 þegar glitti í góðæri að safna fé og fara ekki í framkvæmdir meðan unnið væri að nýjum verkefnum. Það hefur leitt til þess að fjárhagsleg staða okkar er sterk.“ Meira »

Engin þörf á 17 aðstoðarmönnum

10:21 „Það er engin þörf á 17 nýjum aðstoðarmönnum þingflokka til að aðstoða við lagasmíð þingmanna. Það er hins vegar full þörf á að styrkja lagaskrifstofu þingsins til að hún geti bæði aðstoðað við slíka smíð og gætt þess að villur séu ekki í þeim málum sem koma fram.“ Meira »

„Vinnan er í raun aldrei búin“

09:08 Þann 19. nóvember næstkomandi verða Hvatningarverðlaun jafnréttismála afhent og er markmiðið með þeim að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa stuðlað að jafnrétti á markvissan hátt innan sinna vébanda og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Meira »

Strókur endurvakinn með dælum

08:18 „Ég stefni að því að láta hann blása fyrir vorið,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins, í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til gervigoshversins Stróks sem finna má við Perluna í Öskjuhlíð í Reykjavík. Meira »
Snjómokstur og Söltun GÍH
Vetrarþjónusta allan sólarhringinn. Vöktun í boði fyrir fyrirtæki og húsfélög. H...
VW POLO
TIL SÖLU VW POLO 1400, ÁRG. 2011, EK. 93Þ., HVÍTUR AÐ LIT. BENSÍN, BEINSKIPTUR. ...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Trek kvenhjól 26" til sölu
Til sölu 26" Trek sport 800 hjólið er vel með farið. Aukahlutir sem fylgja, bret...