Telja að verðbólgan muni láta á sér kræla

Óverðtryggð útlán til heimilanna í landinu hafa aukist mjög.
Óverðtryggð útlán til heimilanna í landinu hafa aukist mjög. mbl.is/Golli

Ný könnun Seðlabanka Íslands og Gallup sýnir að stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins telja auknar líkur á því að verðbólga aukist á komandi mánuðum.

Þannig telja þeir að hún verði næstu 12 mánuði í kringum 3% en undir lok síðasta árs höfðu þeir væntingar um að hún yrði í kringum 2,5% næsta árið.

Svipaða sögu er að segja af markaðsaðilum en þar hafa væntingarnar einnig færst til verri vegar og telja þeir nú að verðbólgan verði 2,7% næstu 12 mánuði. Undir lok síðasta árs höfðu þeir væntingar um að hún yrði um 2,5%, að því er fram kemur íæ umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert