Bjarkarlundur auglýstur til sölu

Hótel Bjarkarlundur.
Hótel Bjarkarlundur. bb.is

Sögufrægur viðkomustaður í Reykhólasveit, Hótel Bjarkarlundur, er til sölu. Fasteignasalinn segir að viðræður séu í gangi um söluna og vonast hann til að eignin seljist á næstunni.

Töluverðar húseignir fylgja Hótel Bjarkarlundi. Það er einkum hótelið sjálft með 19 hótelherbergjum, veitingasal, eldhúsi, setustofu, bar, sjoppu, verslun og salernisaðstöðu fyrir ferðafólk. Þá eru sex gestahús á lóðinni og þjónustuskáli við tjaldsvæði. Þá fylgir með tæplega 60 hektara land.

Hótelið hefur verið rekið frá árinu 1946, oft sem sumarhótel. Enginn rekstur er þar núna eftir að samningur eigenda við rekstraraðila rann út.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »