Ferðamenn hættu sér út á ís á Langá

Ljósmynd/Aðsend

Vegfarandi á leið fram hjá Sjávarfossi í Langá tók mynd af ferðamönnum sem höfðu hætt sér út á ís sem hafði safnast saman í ánni. Hann segir að aðstöðuskortur skapi hættu á svæðinu. 

Á þjóðveginum þarna fyrir ofan er beygja þar sem mjög erfitt er að sjá og nema staðar ef einhver er í vegi. 

Í gær birti mbl.is frétt um ferðamann sem hafði farið langt út á ísjakana í Jökulsárlóni. 

„Við vorum að koma frá Reykjavík og það var lagt báðum megin við veginn þannig að það var erfitt að komast fram hjá þessu öngþveiti þarna. Þegar við mættum bílum þurfti að stoppa í kantinum til þess að hleypa þeim fram hjá,“ segir vegfarandinn í samtali við mbl.is. 

Langá á Mýrum er skammt frá Borgarnesi. Þar taka ferðamenn gjarnan upp á því að nema staðar til að skoða svæðið. Á leið til baka um kvöldið tók vegfarandinn eftir því að búið var að leggja rútu við ána en þá var ísinn ekki jafn mikill. 

„Það þarf að bæta aðstöðuna. Svæðið er flott til þess að taka myndir en það svakalegt þegar fólk er farið að hætta lífi sínu fyrir það.“

Ferðamenn á leið niður að ísnum.
Ferðamenn á leið niður að ísnum. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert