Úrskurðaður í varðhald til 9. apríl

Héraðsdómur Suðurlands.
Héraðsdómur Suðurlands. mbl.is

Héraðsdómur Suðurlands féllst í kvöld á kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi um að láta mann sem handtekinn var á heimili sínu í uppsveitum Árnessýslu sæta varðhaldi til 9. apríl klukkan 16:00. Var beiðni lögreglustjórans samþykkt með vísun til rannsóknarhagsmuna.

Maðurinn var handtekinn ásamt bróður sínum í morgun, en þá hafði verið tilkynnt að þriðji bróðirinn væri látinn. Voru ummerki um átök þegar lögreglu bar að garði og voru bræðurnir í kjölfarið handteknir. Lögreglan sleppti hinum bróðurnum hins vegar nú um kvöldmatarleytið.

Lögreglan á Suðurlandi, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, rannsakaði vettvang í dag og lauk því seinni partinn.

Dánar­or­sök manns­ins ligg­ur ekki fyr­ir en rétt­ar­krufn­ing verður fram­kvæmd strax eft­ir helgi til að leiða hana í ljós. Odd­ur Árna­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­landi, seg­ir að bræðurn­ir tveir hafi ekki komið áður við sögu hjá lög­reglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert