Nafn mannsins sem lést

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Maðurinn sem lést á sveitabæ í uppsveitum Árnessýslu í gærmorgun hét Ragnar Lýðsson. Hann var fæddur árið 1952 og var húsasmíðameistari, búsettur í Reykjavík. Ragnar  lætur eftir sig sambýliskonu og fjögur uppkomin börn og barnabörn.

Bróðir Ragnars var í gærkvöldi úrskurðaður í varðhald til 9. apríl vegna andlátsins en hann var handtekinn ásamt bróður sínum í gærmorgun eftir að tilkynnt hafði verið um andlát Ragnars.

Voru um­merki um átök þegar lög­reglu bar að garði og voru bræðurn­ir í kjöl­farið hand­tekn­ir. Lög­regl­an sleppti hinum bróðurn­um hins veg­ar úr haldi um kvöld­mat­ar­leytið í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert