Svartur svanur á Suðurlandi

Svanurinn synti um í rólegheitum.
Svanurinn synti um í rólegheitum. Ljósmynd/Ágústa Johnson

„Við hjónin höfum aldrei áður séð svartan svan,“ segir Ágústa Johnson í samtali við mbl.is. Hún birti mynd af svörtum svani á Instagram-síðu sinni en hún er stödd í grennd við Kirkjubæjarklaustur.

Ágústa segir að vinafólk hennar hafi bent á að svartur svanur héldi sig í grennd við þar sem hún dvelur. „Við stukkum út í bíl og sáum hann. Þetta var merkisstund,“ segir Ágústa og hlær.

Ágústa skellihló þegar blaðamaður spurði hvort nokkuð væri um aprílgabb að ræða og sagði að þetta væri ekki gabb.

Svartir svanir sjást árlega hér á landi.
Svartir svanir sjást árlega hér á landi. Ljósmynd/Hjördís Johnson

„Þeir sjást nú orðið held ég á hverju ári,“ segir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur um svarta svani. Hann segir að þeir flækist hingað ár­lega frá Bret­lands­eyj­um í slag­togi með ís­lensku álft­inni, ým­ist ein­ir eða í pör­um.

Teg­und­ina seg­ir Jó­hann upp­runna í Ástr­al­íu en hún hafi borist til Evr­ópu þegar bresk­ir og hol­lensk­ir ný­lendu­herr­ar keppt­ust við að safna skraut­leg­um og fram­andi fugl­um til að skreyta tjarn­ir sín­ar og garða.  

„Þeir sjást oftast á Suðurlandi og þar sem mikið af álftum, til að mynda í Lóninu,“ segir Jóhann en áður hefur birst frétt um svarta svani synda á Lóni við Hvalsnes í Austur-Skaftafellssýslu. 

„Ég man eftir pari hérna fyrir tveimur árum en það var komið úr einhverjum garði. Þeir héldu til í grennd við veg við Eyjafjöll og það var hægt að gefa þeim brauð. Þessir fuglar eru farnir að verpa villtir í Bretlandi og víðar í Evrópu og hegða sér eins og villtar álftir,“ segir Jóhann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert