80 spor saumuð í andlit barnsins

Barnið þarf að gangast undir aðra aðgerð á morgun á …
Barnið þarf að gangast undir aðra aðgerð á morgun á Barnaspítala Hringsins. mbl.is/Eggert

Alls voru 80 spor saumuð í andlit barns í aðgerð sem það gekkst undir eftir að hafa verið bitið illa af hundi í Kópavogi á föstudaginn langa.

Barnið var flutt á sjúkrahús eftir að hafa komist sjálft í burtu frá hundinum og gert viðvart um árásina, samkvæmt heimildum mbl.is. Reiðhjólahjálmur er talinn hafa bjargað lífi þess.

Hundurinn, sem var af tegundinni Alaska Malamute, var bundinn í langa keðju fyrir utan heimili nágranna barnsins en eigendur hans voru ekki heima.

mbl.is/Eggert

Sérsveitin kölluð til

Sérsveitin var kölluð til vegna atviksins en hún var afturkölluð þegar eigendur hundsins komu heim.

Barnið, sem liggur á Barnaspítala Hringsins, gekkst undir tveggja klukkustunda aðgerð á föstudaginn hjá lýtalæknum. Það mun gangast undir aðra aðgerð á morgun, samkvæmt heimildum mbl.is.  

Það er með nokkur bitsár á höndum, auk þess sem það var bitið á milli augnanna.

Hundurinn sem réðst á barnið hafði áður ráðist á póstburðarmann.

Uppfært kl. 12.33:

Að sögn lögreglunnar í Kópavogi er ekki búið að lóga hundinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert