Gagnrýnir spjaldtölvuvæðingu skóla

„Skjátími barna og unglinga er þegar orðinn langur, þannig að þegar spjaldtölvuvæðingin í skólanum kemur ofan á, þá verður hann enn lengri,“ segir Björn Hjálmarsson barna- og unglingageðlæknir hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Hann hvetur yfirvöld til að draga úr notkun á spjaldtölvum í námi á meðan gagn þess er óþekkt.

Á undanförnum árum hefur spjaldtölvuvæðing í skólakerfinu verið áberandi. Víða eru spjaldtölvur notaðar við nám og kennslu og hefur Kópavogur t.a.m. lagt áherslu á spjaldtölvuvæðingu í skólunum.

Björn hefur tjáð sig um afleiðingar sem tölvu- og snjalltækjanotkun hefur haft fyrir börn og unglinga en þau áhrif eru sífellt að koma betur í ljós á deildinni og þau börn sem koma þangað inn eiga mjög gjarnan í erfiðleikum með snjalltækjanotkun sína.

„Ég hef heyrt á mörgum foreldrum að það að börnin þeirra komi með spjaldtölvur heim, þá geti verið erfitt að hafa stjórn á þeirri notkun. Því börnunum finnst eins og að þau séu með grænt ljós frá skólanum til að nota þau eins og þeim sýnist,“ segir Björn í samtali við mbl.is og hægt er að sjá í meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert