Hross með úr sér vaxna hófa

Hófar hestins eru eins og sjá má á þessari myndir ...
Hófar hestins eru eins og sjá má á þessari myndir verulega úr sér vaxnir. mbl.is

Eiganda útigangshross á bæ í Skaftárhreppi hefur verið gert að bæta umhirðu dýrsins, sem er með mikinn ofvöxt í hófum, ellegar aflífa það strax. Mögulegt er að hesturinn sé með svokallaða hófsperru, nokkuð algengan sjúkdóm sem getur orðið mjög alvarlegur sé ekkert að gert. Hófsperra getur verið afar kvalafull og leiðir í verstu tilfellum til þess að hesturinn fær sig ekki hreyft. Sé sjúkdómurinn langt genginn er hann ólæknanlegur. Dýralæknir sem mbl.is ræddi við segir að af myndum að dæma þyki sér augljóst að hrossið þjáist þar sem fótastaða þess sé orðin kolröng.

Mbl.is fékk sendar myndir af hestinum og fylgja þær þessari frétt. Eins og sjá má á þeim eru hófar hans verulega úr sér vaxnir. Um eitt og hálft ár er liðið frá því að fólk í sveitinni segist fyrst hafa vakið athygli yfirvalda á málinu. Ekki hefur þó viðbragða orðið vart fyrr en nú. 

Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi Matvælastofnunar, segir að ábending um ástand hestsins hafi borist stofnuninni skömmu fyrir páska. Hann segist ekki geta staðfest að ábendingar hafi borist fyrr þar sem hann náði ekki sambandi við héraðsdýralækni á staðnum er mbl.is leitaði svara vegna málsins í morgun.

Hrossið gengur úti árið um kring og segir dýralæknir sem ...
Hrossið gengur úti árið um kring og segir dýralæknir sem skoðaði myndir af því að fótastaða þess sé orðin kolröng.

Hjalti segir að litið sé á málið sem alvarlegt frávik. Því hafi dýraeftirlitsmaður þegar haft samband við umráðamann hestsins og krafist þess að hann snyrti hófa hans eða felli hann. 

Ekki er tiltekið hversu langan frest eigandinn fær til að taka á málinu en Hjalti segir að krafist sé úrbóta strax og að málinu verði fylgt eftir.

Það skal tekið fram að MAST segist ekki geta fullyrt að svo stöddu að hesturinn sé með hófsperru. Dýralæknir hafi ekki skoðað hann.

Kolröng fótastaða

„Þarna erum við að tala um vöntun á hófhirðu,“ segir Sveinn Ólason, dýralæknir hjá Dýralæknaþjónustu Suðurlands, sem mbl.is bar myndirnar af hestinum undir. Hann segir fótastöðu hestsins orðna kolranga og að hann líði fyrir það. Af myndunum að dæma sé næsta víst að hann þjáist enda álag á sinar og neðstu liði fótanna skakkt.

Sé hann með hófsperru gæti það mögulega skýrt hraðan vöxt hófsins. „Ég myndi fella þennan hest,“ segir hann. 

Sveinn segir að hófsperra sé læknanleg á vissum stigum en talið er að ein orsök sjúkdómsins sé snögg fóðurbreyting. 

Getur verið ólæknanleg

Hófsperra er kvikubólga í hófnum sem veldur því að það losnar um hófbeinið. „Ef hófbeinið færist mjög mikið þá getum við verið að tala um varanlegan skaða. Mjög slæm tilfelli eru ólæknanleg,“ segir Sveinn.

Hann segir að yfirleitt taki langan tíma þar til hófsperra verði svo slæm og sé gripið inn í tímanlega megi með réttri fóðrun, hirðu, bólgueyðandi og verkjastillandi lyfjum koma hestinum til góðrar heilsu á ný.

Hófsperra er að verða algengari sjúkdómur í íslenskum hrossum en áður og er talið að það tengist breyttri fóðrun þeirra. „Það er algengara í dag að við séum að eiga við of feita hesta en of horaða,“ segir Sveinn. Í raun sé um velmegunarsjúkdóm að ræða. Hestar hafi aðgang að orkumiklu fóðri en fái ekki nægilega hreyfingu og fitni og geti þá þróað með sér hófsperru. Hún geti svo aftur valdið ofvexti í hófum. „Ef hófhirðu er ekki sinnt þá lendum við í svona ástandi eins og við erum að sjá þarna.“

Hér er grein á vef Hestafrétta um hófsperru, orsakir hennar og afleiðingar.

mbl.is

Innlent »

Varað við mögulegum aurskriðum

23:45 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

23:32 DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Meira »

Stóð framar þeim sem ráðinn var

23:03 „Það er óásættanlegt að sérfræðilæknar geti ekki vænst þess að umsóknir þeirra fái faglega umfjöllun óháðra aðila við ráðningar að Landspítala háskólasjúkrahúsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sérfræðilæknar hafa rekið sig á svipaðar niðurstöður, þó ekki hafi komið til kæru.“ Meira »

Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngunum

21:39 Fylgdarakstur verður í Hvalfjarðargöngunum í kvöld og nótt vegna þrifa frá klukkan 22:00 og til klukkan 7:00 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

„Já, þetta er pínu klikkun"

21:20 „Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Meira »

Hundrað skjálftar við Herðubreið

21:17 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli kl. 18:45 í kvöld. Þá hefur smáskjálftahrina staðið yfir í grennd við Herðubreið í dag, en dregið hefur úr tíðni jarðskjálftanna nú undir kvöld. Meira »

Styrktarmót knattspyrnukvenna

21:10 „Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar“ segir Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu úr KR í síðdegisþætti K100. Þangað mættu hún ásamt Ástu Árnadóttur úr Val, en þær hafa lengi undirbúið þennan viðburð, sem þær vonast til að verði árlegur. Meira »

Örlæti og hjartagæska

20:55 Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, voru með fangið fullt þegar þeir fóru í sinn árlega jólagjafaleiðangur til Kulusuk á Grænlandi síðastliðinn laugardag. Meira »

Að halda áfram og gefast ekki upp

20:32 „Það bráðvantar ömmufélag þar sem maður getur talað um og deilt áhyggjum þegar maður er að klikkast úr hræðslu og líka þegar maður klikkast úr ást,“ segir rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir. Meira »

Ánægja meðal verslunarfólks

20:18 „Það var aðeins smá lægð eftir þessa stóru daga,“ segir Ása Björk Antoníusdóttir, eigandi kvenfataverslunarinnar Hjá Hrafnhildi, og á við stóra afsláttardaga á borð við Svartan föstudag. Síðan þá segir hún jólaverslunina hafa tekið vel við sér og stefni í svipaða sölu og var í fyrra sem var mikil. Meira »

Nokkur ár á teikniborðinu

20:03 „Ég reyni að hafa þetta einfalt, enda er það best og árangursríkast,“ segir Nökkvi Gunnarsson, einn fremsti golfkennari landsins sem gaf út bókina GæðaGolf á dögunum. Meira »

344 ný mál fyrstu 9 mánuðina

19:54 Fyrstu 9 mánuði þessa árs komu 344 ný mál á borð Bjarkarhlíðar – þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Alls komu 235 málanna frá Reykjavík, 33 frá Kópavogi, 31 frá Hafnarfirði, 18 frá Garðabæ, 6 frá Mosfellsbæ og 2 frá Seltjarnarnesi. Meira »

Reykvísk börn læri meira í forritun

19:30 Framboð forritunarnáms og forritunarkennslu í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar mun aukast, samkvæmt tillögu sem samþykkt var samhljóða af fulltrúm allra flokka á fundi borgarstjórnar síðdegis í dag. Meira »

Niðurstaða Landsréttar „mjög sjaldgæf“

18:20 Dómur í enn einu dómsmáli þrotabús EK1923 ehf. gegn Skúla Gunnari Sigfússyni, kenndum við Subway eða félögum í hans eigu, féll á föstudaginn sl. Þá dæmdi Landsréttur Skúla til að greiða 2,3 milljónir í skaðabætur til þrotabúsins þrátt fyrir að hann hefði ekki haft formlega stöðu í félaginu. Skiptastjóri þrotabúsins, Sveinn Andri Sveinsson, segir niðurstöðuna mjög sjaldgæfa. Meira »

Takmarkanir og lokanir á Þorláksmessu

17:56 Nokkuð verður um takmarkanir og lokanir á umferð í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg en búast má við fjölda fólks í miðborgina á Þorláksmessu. Meira »

Suðurlandsvegur opinn á ný

17:54 Tveir voru fluttir slasaðir til aðhlynningar í Reykjavík eftir árekstur nærri gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar síðdegis. Lögregla hefur nú rannsakað vettvang slyssins og búið er að opna Suðurlandsveg á ný. Meira »

Hafði farið ránshendi um fríhafnir

17:42 Karlmaður var handtekinn um helgina af lögreglumönnum í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum en hann hafði farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnandi og á Írlandi og síðast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Ný samgöngumiðstöð færist nær

17:01 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu meirihlutans þess efnis að efnt verði til samkeppni um skipulag Umferðarmiðstöðvarreitsins í Vatnsmýri með það að markmiði að þar rísi alhliða samgöngumiðstöð, sem einnig geti þjónað sem flugstöð Reykjavíkurflugvallar. Meira »

Rannsókn vopnaðs ráns á frumstigi

16:23 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á vopnuðu ráni sem var framið í verslun Iceland í Glæsibæ í gærmorgun er á frumstigi. Lögregla skoðar nú upptökur úr öryggismyndavél verslunarinnar en vegna tækniörðugleika bárust þær upptökur ekki fyrr en í dag. Ræninginn talaði erlent tungumál segja heimildir mbl.is. Meira »
Vatnsafls túrbínur alla gerðir í boði
Getum útvegað allar gerðir af túrbínusettum, fáðu tilboð Er ekki kominn tími t...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Við kaup og sölu fasteigna.
Ertu í söluhugleiðingum. Hafðu þá samband við mig....
ALVÖRU KERRUR FYRIR ATHAFNAFÓLK
Vorum að fá sendingu m.a. af 2 tonna og 2,6 tonna kerrum, tveggja öxla, möguleik...